Nýr bóksölulisti: Forlagið fyrirferðarmikið á sölulistum Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2015 14:48 Auður og Páll Baldvin eru þau sem koma mest á óvart. Óttar Sveinsson er því alvanur að vera á topplistanum og Sigrún er glæsilegur fulltrúi matreiðsluáhuga þjóðarinnar. Páll Baldvin Baldvinsson og Auður Jónsdóttir gera sig heldur betur gildandi á glænýjum bóksölulista sem tekur til bóksölu dagana 30. nóvember til 6. desember. Auður er glæsilegur fulltrúi fagurbókmenntanna og veitir glæpasagnahöfundunum þaulsetnu, þeim Yrsu og Arnaldi, verðugt aðhald. Þá er afrek Páls Baldvins einkar athyglisvert; fyrir rúmum hálfum mánuði kom út doðrantur eftir hann, sem byggir á þriggja ára rannsóknum hans á stríðsárunum á Íslandi. Og hann hittir beint í mark - en fáheyrt er að svo stór bók sé að gera svo góða hluti og raun ber vitni á sölulistum. Báðar þessar bækur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlaunanna og má vera að gullmiðinn sem er til marks um það, hafi liðkað til fyrir sölunni. Nú eru línur teknar að skýrast heldur betur, fyrsta helgin í desember að baki. Gamalkunnir hundar eru á topplistanum, glæpasagnakonungshjónin, Óttar Sveinsson með Útkallsbók sína og svo þeir barnabókahöfundar; Gunnar Helgason, Vilhelm Anton og Ævar Þór, sem þekkja það vel að vegna vel þegar bóksalan er annars vegar. Ávallt er að finna matreiðslubækur ofarlega á sölulistum og nú er það Sigrún Þorsteinsdóttir sem tekur sér þá stöðu. Þá er vert að vekja á því athygli að þessa vikuna er Yrsa að hafa Arnald undir í bóksölu en Arnaldur er fastur fyrir og trónir efstur og öruggur á toppi hins Uppsafnaða lista sem er er talning frá upphafi árs. Sé litið til topplistans sérstaklega þá er ljóst að Forlagið má vel við una. Yrsa reyndar gerir sitt til að ógna veldi Forlagsins, er fulltrúi Veraldar á lista, Óttar einnig en útgáfa hans sjálfs stendur að baki bókar hans og Bjartur með Leynigarð Basford. Annars á Forlagið listann og má bókaútgáfan sú vel við una. Topplistinn – söluhæstu bækurnar vikuna 30. nóvember til 6. desemberSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldÞýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediksson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningCafé Sigrún – Sigrún Þorsteinsdóttir – Forlagið, Vaka HelgafellLeynigarður – Johanna Basford – BjarturVísindabók Villa : geimurinn og geimferðir – Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason – Forlagið, JPVÍslensk skáldverkSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldÞýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningEitthvað á stærð við alheiminn – Jón Kalman Stefánsson - BjarturEndurkoman – Ólafur Jóhann Ólafsson – VeröldNautið – Stefán Máni – Sögur útgáfaHundadagar – Einar Már Guðmundsson – Forlagið, Mál og menningOg svo tjöllum við okkur í rallið – Guðmundur Andri Thorsson – Forlagið, JPVÚtlaginn – Jón Gnarr – Forlagið, Mál og menningSjóveikur í München – Hallgrímur Helgason – Forlagið, JPV ÆvisögurBrynhildur Georgía Björnsson – Ragnhildur Thorlacius – BjarturTýnd í Paradís – Mikael Torfason – Sögur útgáfaAtvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson – Ólafur Þór Jóelsson og Viðar Brink – SenaMunaðarleysinginn – Sigmundur Ernir Rúnarsson og Matthías Bergsson – VeröldÞá hló Skúli – Óskar Guðmundsson – Forlagið, JPVEgils sögur – á meðan ég man – Páll Valsson og Egill Ólafsson – Forlagið, JPVSteven Gerrard – árin hjá Liverpool – Sigfús Guttormsson – Bókaútgáfan HólarÞetta var nú bara svona – Jóhann Guðni Reynisson – Bókaútgáfan HólarNína S. – Hrafnhildur Schram – CrymogeaEftirlýstur – Bill Browder – Almenna BókafélagiðFræði og almennt efniÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVGleðilegt uppeldi – Margrét Pála Ólafsdóttir – BókafélagiðKafbátur í sjónmáli – Háski í hafi – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaTraktorar í máli og myndum – Jemima Dunne – Forlagið, JPVHersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra – Friðþór Eydal – Bókaútgáfan HólarÁfram Ísland – Björn Bragi Arnarsson – Fullt tunglHrekkjalómafélagið – Ásmundur Friðriksson – Bókaútgáfan HólarÖll mín bestu ár – Stefán Halldórsson – Stefán HalldórssonHundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína – Simon Whaley – Bókaútgáfan HólarBarnabækur -- skáldverkMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningSkósveinarnir, leitið og finnið – Bókaútgáfan HólarJólasyrpa 2015 – Walt Disney – Edda útgáfaAmma óþekka og tröllin í fjöllunum – J.K. Kolsöe – BókabeitanPrinsessusögur – SetbergDúkka – Gerður Kristný – Forlagið, Mál og menningKvöldsögur fyrir krakka – SetbergÉg elska máva – Þorgrímur Þráinsson – Forlagið, Mál og menningKafteinn Ofurbrók og endurkoma.. – Dav Pilkey – Forlagið, JPVLjóðÖskraðu gat á myrkrið – Bubbi Morthens – Forlagið, Mál og menningFrelsi – Linda Vilhjálmsdóttir – Forlagið, Mál og menningPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna – Silja Aðalsteinsdóttir ritst. – ForlagiðJólaljóð – Gylfi Gröndal valdi – ForlagiðLjóðaúrval – Gyrðir Elíasson – DimmaHugmyndir : andvirði hundrað milljónir – Halldór Halldórsson – BjarturGóðir farþegar – Sindri Freysson – Sögur útgáfaLeir – Ýmsir – ÓðinsaugaTilfinningarök – Þórdís Gísladóttir – BjarturUm jólin – Þórarinn Hannesson – KómedíuleikhúsiðUppsafnaður listi - mest seldu bækurnar frá 1. janúar 2015Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellLeynigarður – Johanna Basford – BjarturSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldHimneskt að njóta – Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir – HimnesktMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938 – 1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVAfturgangan – Jo Nesbø – Forlagið, JPVStúlkan í trénu – Jussi Adler Olsen – Forlagið, Vaka Helgafell Fleiri lista en þessa getur að líta hér, á síðu Félags íslenskra bókaútgefenda. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Páll Baldvin Baldvinsson og Auður Jónsdóttir gera sig heldur betur gildandi á glænýjum bóksölulista sem tekur til bóksölu dagana 30. nóvember til 6. desember. Auður er glæsilegur fulltrúi fagurbókmenntanna og veitir glæpasagnahöfundunum þaulsetnu, þeim Yrsu og Arnaldi, verðugt aðhald. Þá er afrek Páls Baldvins einkar athyglisvert; fyrir rúmum hálfum mánuði kom út doðrantur eftir hann, sem byggir á þriggja ára rannsóknum hans á stríðsárunum á Íslandi. Og hann hittir beint í mark - en fáheyrt er að svo stór bók sé að gera svo góða hluti og raun ber vitni á sölulistum. Báðar þessar bækur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlaunanna og má vera að gullmiðinn sem er til marks um það, hafi liðkað til fyrir sölunni. Nú eru línur teknar að skýrast heldur betur, fyrsta helgin í desember að baki. Gamalkunnir hundar eru á topplistanum, glæpasagnakonungshjónin, Óttar Sveinsson með Útkallsbók sína og svo þeir barnabókahöfundar; Gunnar Helgason, Vilhelm Anton og Ævar Þór, sem þekkja það vel að vegna vel þegar bóksalan er annars vegar. Ávallt er að finna matreiðslubækur ofarlega á sölulistum og nú er það Sigrún Þorsteinsdóttir sem tekur sér þá stöðu. Þá er vert að vekja á því athygli að þessa vikuna er Yrsa að hafa Arnald undir í bóksölu en Arnaldur er fastur fyrir og trónir efstur og öruggur á toppi hins Uppsafnaða lista sem er er talning frá upphafi árs. Sé litið til topplistans sérstaklega þá er ljóst að Forlagið má vel við una. Yrsa reyndar gerir sitt til að ógna veldi Forlagsins, er fulltrúi Veraldar á lista, Óttar einnig en útgáfa hans sjálfs stendur að baki bókar hans og Bjartur með Leynigarð Basford. Annars á Forlagið listann og má bókaútgáfan sú vel við una. Topplistinn – söluhæstu bækurnar vikuna 30. nóvember til 6. desemberSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldÞýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediksson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningCafé Sigrún – Sigrún Þorsteinsdóttir – Forlagið, Vaka HelgafellLeynigarður – Johanna Basford – BjarturVísindabók Villa : geimurinn og geimferðir – Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason – Forlagið, JPVÍslensk skáldverkSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldÞýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellStóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menningEitthvað á stærð við alheiminn – Jón Kalman Stefánsson - BjarturEndurkoman – Ólafur Jóhann Ólafsson – VeröldNautið – Stefán Máni – Sögur útgáfaHundadagar – Einar Már Guðmundsson – Forlagið, Mál og menningOg svo tjöllum við okkur í rallið – Guðmundur Andri Thorsson – Forlagið, JPVÚtlaginn – Jón Gnarr – Forlagið, Mál og menningSjóveikur í München – Hallgrímur Helgason – Forlagið, JPV ÆvisögurBrynhildur Georgía Björnsson – Ragnhildur Thorlacius – BjarturTýnd í Paradís – Mikael Torfason – Sögur útgáfaAtvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson – Ólafur Þór Jóelsson og Viðar Brink – SenaMunaðarleysinginn – Sigmundur Ernir Rúnarsson og Matthías Bergsson – VeröldÞá hló Skúli – Óskar Guðmundsson – Forlagið, JPVEgils sögur – á meðan ég man – Páll Valsson og Egill Ólafsson – Forlagið, JPVSteven Gerrard – árin hjá Liverpool – Sigfús Guttormsson – Bókaútgáfan HólarÞetta var nú bara svona – Jóhann Guðni Reynisson – Bókaútgáfan HólarNína S. – Hrafnhildur Schram – CrymogeaEftirlýstur – Bill Browder – Almenna BókafélagiðFræði og almennt efniÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVGleðilegt uppeldi – Margrét Pála Ólafsdóttir – BókafélagiðKafbátur í sjónmáli – Háski í hafi – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfaTraktorar í máli og myndum – Jemima Dunne – Forlagið, JPVHersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra – Friðþór Eydal – Bókaútgáfan HólarÁfram Ísland – Björn Bragi Arnarsson – Fullt tunglHrekkjalómafélagið – Ásmundur Friðriksson – Bókaútgáfan HólarÖll mín bestu ár – Stefán Halldórsson – Stefán HalldórssonHundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína – Simon Whaley – Bókaútgáfan HólarBarnabækur -- skáldverkMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningSkósveinarnir, leitið og finnið – Bókaútgáfan HólarJólasyrpa 2015 – Walt Disney – Edda útgáfaAmma óþekka og tröllin í fjöllunum – J.K. Kolsöe – BókabeitanPrinsessusögur – SetbergDúkka – Gerður Kristný – Forlagið, Mál og menningKvöldsögur fyrir krakka – SetbergÉg elska máva – Þorgrímur Þráinsson – Forlagið, Mál og menningKafteinn Ofurbrók og endurkoma.. – Dav Pilkey – Forlagið, JPVLjóðÖskraðu gat á myrkrið – Bubbi Morthens – Forlagið, Mál og menningFrelsi – Linda Vilhjálmsdóttir – Forlagið, Mál og menningPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna – Silja Aðalsteinsdóttir ritst. – ForlagiðJólaljóð – Gylfi Gröndal valdi – ForlagiðLjóðaúrval – Gyrðir Elíasson – DimmaHugmyndir : andvirði hundrað milljónir – Halldór Halldórsson – BjarturGóðir farþegar – Sindri Freysson – Sögur útgáfaLeir – Ýmsir – ÓðinsaugaTilfinningarök – Þórdís Gísladóttir – BjarturUm jólin – Þórarinn Hannesson – KómedíuleikhúsiðUppsafnaður listi - mest seldu bækurnar frá 1. janúar 2015Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka HelgafellLeynigarður – Johanna Basford – BjarturSogið – Yrsa Sigurðardóttir – VeröldHimneskt að njóta – Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir – HimnesktMamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menningÞín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menningÚtkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – ÚtkallStríðsárin 1938 – 1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPVAfturgangan – Jo Nesbø – Forlagið, JPVStúlkan í trénu – Jussi Adler Olsen – Forlagið, Vaka Helgafell Fleiri lista en þessa getur að líta hér, á síðu Félags íslenskra bókaútgefenda.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira