Sameinumst um réttlátari fjárlög Formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrifar 9. desember 2015 07:00 Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar