Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2015 09:11 Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. GVA Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02