Kínamúrar Helga Stjórnarmaðurinn skrifar 9. desember 2015 09:30 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira