Stútfull gjafakarfa af góðgæti 9. desember 2015 12:30 Glæsileg gjafakarfa Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Í gær töfraði hann fram fjölbreytta og hátíðlega rétti sem setja má í glæsilega gjafakörfu. Grafin gæs Grafin gæsabringa 2 gæsabringur 150 g púðursykur 150 g gróft salt Kryddblanda 1 msk. rósapipar 2 msk. sinnepsfræ 1 stk. anísstjarna 2 kaffibaunir Blandið saman sykrinum og saltinu. Setjið öll kryddin saman í mortél og myljið þau þar til þau eru orðin fínt möluð. Hjúpið gæsabringurnar með salt- og sykurblöndunni og stráið því næst kryddunum undir og yfir gæsabringurnar. Setjið bringurnar inn í ísskáp og látið standa þar með plastfilmu yfir í 12 tíma. andalæri Andaconfit 4 stk. andalæri 100 g gróft salt 100 g púðursykur 8 stk. timíangreinar (gróft skornar) ¼ bréf salvía (gróft skorin) 4 hvítlauksrif (gróft skorin) 1 appelsína (bara börkurinn fínt rifinn) 500 g andafita 500-1000 ml sólblómaolía Setjið saltið og púðursykurinn í skál og blandið saman. Hjúpið andalærin með blöndunni. Dreifið öllu hráefninu nema appelsínunni jafnt yfir og undir lærin. Rífið börkinn af appelsínunni jafnt undir og yfir lærin. Setjið lærin inn í ísskáp og látið standa þar í 6 klst. Skolið kryddin og salt- og sykurblönduna af lærunum og setjið í eldfast form. Hellið fitunni yfir lærin og fyllið upp með olíunni svo það fljóti vel yfir lærin. Setjið inn í 130 gráðu heitan ofninn í 3 klst. Takið úr fitunni og setjið á bökunargrind og látið kólna inn í ísskáp. Hindberja- og engifersulta Hindberja- og engifersulta 300 g frosið engifer 30 g rifið ferskt engifer 100 g hrásykur 1 lime (fínt rifinn börkur) Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Maukið með töfrasprota og smakkið til með lime-safanum og kælið. Paté Paté 250 g smjör 100 g beikon (skorið í litla bita) 200 g laukur (gróft skorinn) 250 ml púrtvín 500 g kjúklingalifur 5 egg 15 g salt ¼ tsk. timían 200 g hreinsað smjör (bráðið) Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Hellið smjörinu úr pottinum yfir í könnu en skiljið mjólkina sem kemur úr smjörinu eftir í pottinum. Þá ættu að vera eftir um 200 ml af hreinsuðu smjöri. Steikið laukinn og beikonið saman í um 5 mín. eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Hellið púrtvíninu út í pottinn og látið sjóða í um 2 mín. Takið pottinn til hliðar í 10 mín. og látið innihaldið kólna. Brjótið eggin og setjið í blender-skál með kjúklingalifrinni, beikoninu, lauknum, púrtvíninu og öllum kryddunum. Setjið blenderinn í gang í um 30 sek. eða þar til allt er blandað saman. Bætið hreinsaða smjörinu smám saman út í blenderinn. Setjið blönduna í litla leirpotta og svo ofan í djúpa bökunarplötu sem er hálf full af vatni. Bakið við 150 gráður í 30 mín. eða þar til patéið er fullbakað í gegn. Takið patéið úr ofnskúffunni og látið kólna í um 15 mín. Setjið það svo í ísskápinn og látið kólna þar í um 90 mín. Takið patéið að lokum úr ísskápnum og hellið púrtvíns- og rifsberjahlaupinu yfir og setjið aftur inn í ísskáp.Púrtvíns - rifsberjahlaup150 ml púrtvín2 msk. rifsberjagel1 matarlímsblað Setjið matarlímsblaðið í kalt vatn í 10 mín. Sjóðið upp á púrtvíninu og rifsberjagelinu og bætið svo matarlíminu út í og látið það leysast upp. Omnom lakkríssúkkulaðipopp Omnom lakkríssúkkulaðipopp 50 g poppmaís 3 msk. kókosolía 120 g Omnom lakkrís + Sea Salt (2 plötur) 1 msk. smjör Lakkrís-salt frá Saltverk Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði ásamt 1 msk. af kókosolíu. Hitið kókosolíu í potti og bætið poppmaísnum við. Setjið lokið yfir og poppið. Setjið poppið í skál og hellið súkkulaðinu yfir og blandið öllu saman með sleif og smakkið til með vel af lakkríssaltinu. Setjið poppið á bökunarplötu með smjörpappír og látið kólna í 1 klst. Kanilkex Kanilkex 280 g smjör, við stofuhita 300 g hveiti 50 g möndluduft 7 g lyftiduft 70 g flórsykur 60 g eggjarauða 12 g kanill 1 msk. romm 2 g fínt salt 1 plata Himneskt súkkulaði 1 sítróna Sjávarsalt Þeytið smjörið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið flórsykrinum út í og þeytið saman í um 2 mín. Setjið K-stykkið í vélina og bætið restinni af hráefninu út í og vinnið saman í um 2 mín. Setjið deigið á smjörpappír og setjið svo annan smjörpappír yfir og fletjið deigið jafnt út þar til það er 5 mm þykkt. Setjið deigið á bökunarplötu og inn í frysti í um 30 mín. Takið deigið út og skerið í ca 4 x 6 cm kökur. Raðið deiginu á bökunarplötu með smjörpappír og setjið inn í 170 gráðu heitan ofninn í 16 mín. Takið kexið út og rífið um 2 msk. af súkkulaði yfir það, rífið svo sítrónubörkinn yfir og endið á að setja smá sjávarsalt á toppinn. Valhnetusinnepsdressing Valhnetusinnepsdressing 50 g gróft sinnep 15 g sesamolía 30 g tamarisósa 50 g balsamik 200 ml ólífuolía 50 g valhnetur (ristaðar í ofni við 150 gráður í 20 mín.) Setjið allt nema valhneturnar saman í blender og vinnið saman í 2 mín. Skerið valhneturnar gróft niður og bætið út í dressinguna. Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Gæs Uppskriftir Önd Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Í gær töfraði hann fram fjölbreytta og hátíðlega rétti sem setja má í glæsilega gjafakörfu. Grafin gæs Grafin gæsabringa 2 gæsabringur 150 g púðursykur 150 g gróft salt Kryddblanda 1 msk. rósapipar 2 msk. sinnepsfræ 1 stk. anísstjarna 2 kaffibaunir Blandið saman sykrinum og saltinu. Setjið öll kryddin saman í mortél og myljið þau þar til þau eru orðin fínt möluð. Hjúpið gæsabringurnar með salt- og sykurblöndunni og stráið því næst kryddunum undir og yfir gæsabringurnar. Setjið bringurnar inn í ísskáp og látið standa þar með plastfilmu yfir í 12 tíma. andalæri Andaconfit 4 stk. andalæri 100 g gróft salt 100 g púðursykur 8 stk. timíangreinar (gróft skornar) ¼ bréf salvía (gróft skorin) 4 hvítlauksrif (gróft skorin) 1 appelsína (bara börkurinn fínt rifinn) 500 g andafita 500-1000 ml sólblómaolía Setjið saltið og púðursykurinn í skál og blandið saman. Hjúpið andalærin með blöndunni. Dreifið öllu hráefninu nema appelsínunni jafnt yfir og undir lærin. Rífið börkinn af appelsínunni jafnt undir og yfir lærin. Setjið lærin inn í ísskáp og látið standa þar í 6 klst. Skolið kryddin og salt- og sykurblönduna af lærunum og setjið í eldfast form. Hellið fitunni yfir lærin og fyllið upp með olíunni svo það fljóti vel yfir lærin. Setjið inn í 130 gráðu heitan ofninn í 3 klst. Takið úr fitunni og setjið á bökunargrind og látið kólna inn í ísskáp. Hindberja- og engifersulta Hindberja- og engifersulta 300 g frosið engifer 30 g rifið ferskt engifer 100 g hrásykur 1 lime (fínt rifinn börkur) Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Maukið með töfrasprota og smakkið til með lime-safanum og kælið. Paté Paté 250 g smjör 100 g beikon (skorið í litla bita) 200 g laukur (gróft skorinn) 250 ml púrtvín 500 g kjúklingalifur 5 egg 15 g salt ¼ tsk. timían 200 g hreinsað smjör (bráðið) Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Hellið smjörinu úr pottinum yfir í könnu en skiljið mjólkina sem kemur úr smjörinu eftir í pottinum. Þá ættu að vera eftir um 200 ml af hreinsuðu smjöri. Steikið laukinn og beikonið saman í um 5 mín. eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Hellið púrtvíninu út í pottinn og látið sjóða í um 2 mín. Takið pottinn til hliðar í 10 mín. og látið innihaldið kólna. Brjótið eggin og setjið í blender-skál með kjúklingalifrinni, beikoninu, lauknum, púrtvíninu og öllum kryddunum. Setjið blenderinn í gang í um 30 sek. eða þar til allt er blandað saman. Bætið hreinsaða smjörinu smám saman út í blenderinn. Setjið blönduna í litla leirpotta og svo ofan í djúpa bökunarplötu sem er hálf full af vatni. Bakið við 150 gráður í 30 mín. eða þar til patéið er fullbakað í gegn. Takið patéið úr ofnskúffunni og látið kólna í um 15 mín. Setjið það svo í ísskápinn og látið kólna þar í um 90 mín. Takið patéið að lokum úr ísskápnum og hellið púrtvíns- og rifsberjahlaupinu yfir og setjið aftur inn í ísskáp.Púrtvíns - rifsberjahlaup150 ml púrtvín2 msk. rifsberjagel1 matarlímsblað Setjið matarlímsblaðið í kalt vatn í 10 mín. Sjóðið upp á púrtvíninu og rifsberjagelinu og bætið svo matarlíminu út í og látið það leysast upp. Omnom lakkríssúkkulaðipopp Omnom lakkríssúkkulaðipopp 50 g poppmaís 3 msk. kókosolía 120 g Omnom lakkrís + Sea Salt (2 plötur) 1 msk. smjör Lakkrís-salt frá Saltverk Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði ásamt 1 msk. af kókosolíu. Hitið kókosolíu í potti og bætið poppmaísnum við. Setjið lokið yfir og poppið. Setjið poppið í skál og hellið súkkulaðinu yfir og blandið öllu saman með sleif og smakkið til með vel af lakkríssaltinu. Setjið poppið á bökunarplötu með smjörpappír og látið kólna í 1 klst. Kanilkex Kanilkex 280 g smjör, við stofuhita 300 g hveiti 50 g möndluduft 7 g lyftiduft 70 g flórsykur 60 g eggjarauða 12 g kanill 1 msk. romm 2 g fínt salt 1 plata Himneskt súkkulaði 1 sítróna Sjávarsalt Þeytið smjörið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið flórsykrinum út í og þeytið saman í um 2 mín. Setjið K-stykkið í vélina og bætið restinni af hráefninu út í og vinnið saman í um 2 mín. Setjið deigið á smjörpappír og setjið svo annan smjörpappír yfir og fletjið deigið jafnt út þar til það er 5 mm þykkt. Setjið deigið á bökunarplötu og inn í frysti í um 30 mín. Takið deigið út og skerið í ca 4 x 6 cm kökur. Raðið deiginu á bökunarplötu með smjörpappír og setjið inn í 170 gráðu heitan ofninn í 16 mín. Takið kexið út og rífið um 2 msk. af súkkulaði yfir það, rífið svo sítrónubörkinn yfir og endið á að setja smá sjávarsalt á toppinn. Valhnetusinnepsdressing Valhnetusinnepsdressing 50 g gróft sinnep 15 g sesamolía 30 g tamarisósa 50 g balsamik 200 ml ólífuolía 50 g valhnetur (ristaðar í ofni við 150 gráður í 20 mín.) Setjið allt nema valhneturnar saman í blender og vinnið saman í 2 mín. Skerið valhneturnar gróft niður og bætið út í dressinguna.
Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Gæs Uppskriftir Önd Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið