Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 13:08 Þjóðarsorg ríkir nú í Hafnarfirði en erki-Hafnfirðingurinn Fiddi er fallinn frá. Friðrik Oddsson leigubílsstjóri er fallinn frá 62 ára að aldri. Dánarorsök var hjartaáfall. Friðrik gengdi einfaldlega nafninu Fiddi og vandfundinn er sá Hafnfirðingur sem ekki þekkti Fidda; hann var mikið á ferðinni og gaf sig á tal við sem flesta. Hann fór ekki í manngreinarálit og breytti hvorki fasi sínu þó hann væri að spjalla við höfðingja eða börn. Fiddi var mikill húmoristi, rammhafnfirskur, einkennandi fyrir bæjarfélagið og bæjaryfirvöld gerðu margt vitlausara en að láta reisa af honum styttu. Því nú ríkir þjóðarsorg í Hafnarfirði. Fjölmargir Hafnfirðingar hafa í dag minnst Fidda, birt af honum myndir og eða segja sögur af Fidda en þær gætu hæglega fyllt heila bók. Einn þeirra sem þekki Fidda vel er Séra Davíð Þór Jónsson sem segir svo frá á Facebooksíðu sinni:Þegar Fiddi bjargaði Séra Davíð í Stapa„Það rifjaðist upp fyrir mér atvik sem gerðist fyrir löngu síðan. Þegar ég var á táningsaldri fór ég einu sinni á ball í Stapanum. Af einhverjum ástæðum tókst mér fljótt að týna fólkinu sem ég var með, en mér var sama því ég var kominn á mjög lofandi kvennafar – að ég hélt. Það sem ég vissi ekki var að stúlkan átti amerískan kærasta sem var hinn mesti slagsmálahundur og var þarna á staðnum líka og athyglinni, sem hún veitti mér, var fyrst og fremst ætlað að vekja athygli hans. Það tókst svo vel að áður en ég vissi af vorum við, ég og kærastinn, fyrir utan Stapann, hann var kominn á hlírabolinn að gera karatespörk út í loftið að búa sig undir að ganga í skrokk á mér og hópur fólks að fylgjast með atganginum. Ég sá sæng mína útreidda, enda lélegur í slagsmálum og orðinn lafhræddur. Þá heyrist orgað „Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ og út úr þvögunni kemur Friðrik Oddsson æðandi eins og frelsandi engill með steytta hnefa, eins ógurlegur ásýndum og hann framast gat orðið þegar sá gállinn var á honum. Aldrei hafði ég orðið jafnfeginn að sjá nokkurn mann. Fiddi stillti sér upp á milli mín og Ameríkanans sem allur vindur hvarf úr jafnskjótt enda Fiddi ekki árennilegur í þessum ham. Það fór svo að hvorugur okkar Fidda var laminn þetta kvöld og ég held að ég hafi aldrei þakkað honum fyllilega fyrir björgunina. Guð blessi minningu Friðriks Oddssonar.“Með hönd í gifsi einu sinni sem oftar Ólafur Þ. Harðarson stjórmálafræðingur horfir á eftir góðum vini til áratuga. „Á svipaða minningu og síra Davíð Þór: var að koma í leigubíl af galeiðu höfuðborgar fyrir áratugum. Stoppaði að vanda á Gömlu bílastöðinni við Reykjavíkurveg til að fá pylsu og kók. Þar var fjölmenni. Einhver óþekktur gerði sig líklegan til að berja ungan stjórnmálafræðinemann, sem hörfaði undan, skjálfandi og skíthræddur - lélegur bardagamaður. Þá gellur við hátt og skýrt: "Á að fara að lemja FH-inga hér?" Og fram geystist Fiddi, með hönd á lofti - höndin var óárennileg, enda í miklu gifsi - Fiddi var handleggsbrotinn rétt eina ferðina. Ekkert varð úr slagsmálum, en Fiddi fékk pylsu og kók fyrir lífgjöfina. Síðan höfum við Fiddi átt óteljandi gæðastundir í Kaplakrika. Hann var sannkallaður gleðigjafi í lífinu. Hans er sárt saknað. Heimaleikirnir í Kaplakrika verða eķki samir. Blessuð sé minning mikils höfðingja.“Komdu til pabbaFiddi kunni þá list að gera grín að sjálfum sér, enda eru þeir sem það ekki kunna stórgallaðir húmoristar. Hann átti það til að glingra við stút og var helst við þá iðju í Hafnarfirði ásamt með félögum sínum þar – sem til skamms tíma, að hafnfirskum hætti, voru kallaðir Bæjarprýðin. Fiddi átti þó til að bregða undir sig betri fætinum og á sólríkum sumardegi sat hann í góðu yfirlæti á Austurvelli ásamt nokkrum öðrum sem voru að fagna lífinu að hætti hússins. Þá gekk þar hjá fín frú ásamt dóttur sinni og hún lét það berlega í skyn með látbragði sínu að þetta gengi taldi hún langt fyrir neðan virðingu sína, hún hraðaði sér fram hjá og dró stelpuna á eftir sér. Þá breiddi Fiddi út faðminn og sagði við stúlkubarnið: Komdu til pabba. Fiddi var einarður stuðningsmaður FH, mikill áhugamaður um íþróttir og lék handbolta með ÍH. Stóð þar í markinu. Auðbergur Magnússon hjá ISAVIA minnist Fidda með þessari sögu: Einusinni var ég að keppa með ÍH (handbolta) á móti fh (Oldboys minnir mig) og Fiddi var í markinu. Fiddi var eithvað orðinn pirraður í markinu. Það kom sending fram og að mig minnir Þorgils Óttar hleypur á eftir boltanum. Fiddi kemur æðandi út úr markinu og þrumar boltanum með fætinum upp í stúku. Dómarinn rekur Fidda útaf og sér að það er ekkert númer aftan á treyjunni hans. Hann spyr hann númer hvað hann er og Fiddi, pirraður, réttir honum löngutöngina og segir: „Ég er númer eitt“. Fiddi fékki rautt spjald."Fiddi setti sannarlega mark sitt á Hafnarfjörð og sennilega gerðu bæjaryfirvöld þar margt vitlausara en að láta reisa af honum styttu.Logi minnist vinar sínsLogi Geirsson handboltakappi var mikill félagi Fidda og hann syrgir nú vin sinn. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja en minningin lifir um frábæran mann. Tárunum rignir á takkaborðið meðan ég hugsa til þín en þetta eru gleði og minningartár. Friðrik Oddsson vinur minn þín verður sárt saknað. Mér er illt í hjartanu nákvæmlega núna en það er eðlilegt og þú manna best veist hvað það þýðir.“ Logi fjallar í löngu máli um Fidda á Facebooksíðu sinn. Síðustu árin starfaði Fiddi sem leigubílstjóri og lagði Logi sitt af mörkum til að svo mætti verða. „Ég gleymi aldrei þegar þú hringdir í mig grátandi 2007 þegar inn um lúguna kom farmiði til Þýskalands til að upplifa drauminn þinn sem var að fara á stórmót í Handbolta. Ég hafði sagt við þig á KFC 6 árum áður að ég myndi bjóða þér út þegar ég væri kominn í landsliðið. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég setti upp söfnun á facebook sem fleiri hundrað manns tóku þátt í til að hjálpa þér að fá leigubílaréttindi. Þú komst uppá skrifstofu til mín faðmaðir mig grátandi og sagðist vera kominn með tilgang í lífinu. Ég elskaði að gleðja þig og hefur alltaf þótt óendanlega vænt um þig og þú mig líka. Þú skýrðir meira að segja hundinn þinn Logi sem var nokkuð fyndið á köflum þegar við vorum þrír saman.“Jarðarför sjónvarpað beint frá KaplakrikaOg Logi heldur áfram: „Þú áttir ekki að fara svona snemma samt, við vorum búnir að plana svo skemmtilegt ár 2016. Þú varst að fara að keyra limmósínu. Við setjum einkanúmerið Fiddi á hana í minningu um þig. Þegar þú varst fyrir utan Fjörð kom maður að þér og spurði vá Fiddi ert þú að keyra þetta, ég hef aldrei fengið að setjast inn í Limmó. Þú segir þú við manninn sestu inn og keyrðir hann einn hring. Þetta varst þú í hnotskurn. Einstakur maður. Ég man að við keyrðum framhjá jarðaför fyrir nokkrum árum og ég segi Fiddi það verður bara bara að sjónvarpa þína beint inn í Kaplakrikann því það mætir hálfur Hafnarfjörður og vel það og hann hló bara.“ Séra Kópavogur, Herra Hafnarfjörður og romm í kók! Þú hafðir nú eitthvað um Blikalitina í skyrtunni minni að segja :D Hvíldu í friði Friðrik Oddsson!Posted by Blaz Roca on 30. nóvember 2015 Andlát Hafnarfjörður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Friðrik Oddsson leigubílsstjóri er fallinn frá 62 ára að aldri. Dánarorsök var hjartaáfall. Friðrik gengdi einfaldlega nafninu Fiddi og vandfundinn er sá Hafnfirðingur sem ekki þekkti Fidda; hann var mikið á ferðinni og gaf sig á tal við sem flesta. Hann fór ekki í manngreinarálit og breytti hvorki fasi sínu þó hann væri að spjalla við höfðingja eða börn. Fiddi var mikill húmoristi, rammhafnfirskur, einkennandi fyrir bæjarfélagið og bæjaryfirvöld gerðu margt vitlausara en að láta reisa af honum styttu. Því nú ríkir þjóðarsorg í Hafnarfirði. Fjölmargir Hafnfirðingar hafa í dag minnst Fidda, birt af honum myndir og eða segja sögur af Fidda en þær gætu hæglega fyllt heila bók. Einn þeirra sem þekki Fidda vel er Séra Davíð Þór Jónsson sem segir svo frá á Facebooksíðu sinni:Þegar Fiddi bjargaði Séra Davíð í Stapa„Það rifjaðist upp fyrir mér atvik sem gerðist fyrir löngu síðan. Þegar ég var á táningsaldri fór ég einu sinni á ball í Stapanum. Af einhverjum ástæðum tókst mér fljótt að týna fólkinu sem ég var með, en mér var sama því ég var kominn á mjög lofandi kvennafar – að ég hélt. Það sem ég vissi ekki var að stúlkan átti amerískan kærasta sem var hinn mesti slagsmálahundur og var þarna á staðnum líka og athyglinni, sem hún veitti mér, var fyrst og fremst ætlað að vekja athygli hans. Það tókst svo vel að áður en ég vissi af vorum við, ég og kærastinn, fyrir utan Stapann, hann var kominn á hlírabolinn að gera karatespörk út í loftið að búa sig undir að ganga í skrokk á mér og hópur fólks að fylgjast með atganginum. Ég sá sæng mína útreidda, enda lélegur í slagsmálum og orðinn lafhræddur. Þá heyrist orgað „Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ og út úr þvögunni kemur Friðrik Oddsson æðandi eins og frelsandi engill með steytta hnefa, eins ógurlegur ásýndum og hann framast gat orðið þegar sá gállinn var á honum. Aldrei hafði ég orðið jafnfeginn að sjá nokkurn mann. Fiddi stillti sér upp á milli mín og Ameríkanans sem allur vindur hvarf úr jafnskjótt enda Fiddi ekki árennilegur í þessum ham. Það fór svo að hvorugur okkar Fidda var laminn þetta kvöld og ég held að ég hafi aldrei þakkað honum fyllilega fyrir björgunina. Guð blessi minningu Friðriks Oddssonar.“Með hönd í gifsi einu sinni sem oftar Ólafur Þ. Harðarson stjórmálafræðingur horfir á eftir góðum vini til áratuga. „Á svipaða minningu og síra Davíð Þór: var að koma í leigubíl af galeiðu höfuðborgar fyrir áratugum. Stoppaði að vanda á Gömlu bílastöðinni við Reykjavíkurveg til að fá pylsu og kók. Þar var fjölmenni. Einhver óþekktur gerði sig líklegan til að berja ungan stjórnmálafræðinemann, sem hörfaði undan, skjálfandi og skíthræddur - lélegur bardagamaður. Þá gellur við hátt og skýrt: "Á að fara að lemja FH-inga hér?" Og fram geystist Fiddi, með hönd á lofti - höndin var óárennileg, enda í miklu gifsi - Fiddi var handleggsbrotinn rétt eina ferðina. Ekkert varð úr slagsmálum, en Fiddi fékk pylsu og kók fyrir lífgjöfina. Síðan höfum við Fiddi átt óteljandi gæðastundir í Kaplakrika. Hann var sannkallaður gleðigjafi í lífinu. Hans er sárt saknað. Heimaleikirnir í Kaplakrika verða eķki samir. Blessuð sé minning mikils höfðingja.“Komdu til pabbaFiddi kunni þá list að gera grín að sjálfum sér, enda eru þeir sem það ekki kunna stórgallaðir húmoristar. Hann átti það til að glingra við stút og var helst við þá iðju í Hafnarfirði ásamt með félögum sínum þar – sem til skamms tíma, að hafnfirskum hætti, voru kallaðir Bæjarprýðin. Fiddi átti þó til að bregða undir sig betri fætinum og á sólríkum sumardegi sat hann í góðu yfirlæti á Austurvelli ásamt nokkrum öðrum sem voru að fagna lífinu að hætti hússins. Þá gekk þar hjá fín frú ásamt dóttur sinni og hún lét það berlega í skyn með látbragði sínu að þetta gengi taldi hún langt fyrir neðan virðingu sína, hún hraðaði sér fram hjá og dró stelpuna á eftir sér. Þá breiddi Fiddi út faðminn og sagði við stúlkubarnið: Komdu til pabba. Fiddi var einarður stuðningsmaður FH, mikill áhugamaður um íþróttir og lék handbolta með ÍH. Stóð þar í markinu. Auðbergur Magnússon hjá ISAVIA minnist Fidda með þessari sögu: Einusinni var ég að keppa með ÍH (handbolta) á móti fh (Oldboys minnir mig) og Fiddi var í markinu. Fiddi var eithvað orðinn pirraður í markinu. Það kom sending fram og að mig minnir Þorgils Óttar hleypur á eftir boltanum. Fiddi kemur æðandi út úr markinu og þrumar boltanum með fætinum upp í stúku. Dómarinn rekur Fidda útaf og sér að það er ekkert númer aftan á treyjunni hans. Hann spyr hann númer hvað hann er og Fiddi, pirraður, réttir honum löngutöngina og segir: „Ég er númer eitt“. Fiddi fékki rautt spjald."Fiddi setti sannarlega mark sitt á Hafnarfjörð og sennilega gerðu bæjaryfirvöld þar margt vitlausara en að láta reisa af honum styttu.Logi minnist vinar sínsLogi Geirsson handboltakappi var mikill félagi Fidda og hann syrgir nú vin sinn. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja en minningin lifir um frábæran mann. Tárunum rignir á takkaborðið meðan ég hugsa til þín en þetta eru gleði og minningartár. Friðrik Oddsson vinur minn þín verður sárt saknað. Mér er illt í hjartanu nákvæmlega núna en það er eðlilegt og þú manna best veist hvað það þýðir.“ Logi fjallar í löngu máli um Fidda á Facebooksíðu sinn. Síðustu árin starfaði Fiddi sem leigubílstjóri og lagði Logi sitt af mörkum til að svo mætti verða. „Ég gleymi aldrei þegar þú hringdir í mig grátandi 2007 þegar inn um lúguna kom farmiði til Þýskalands til að upplifa drauminn þinn sem var að fara á stórmót í Handbolta. Ég hafði sagt við þig á KFC 6 árum áður að ég myndi bjóða þér út þegar ég væri kominn í landsliðið. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég setti upp söfnun á facebook sem fleiri hundrað manns tóku þátt í til að hjálpa þér að fá leigubílaréttindi. Þú komst uppá skrifstofu til mín faðmaðir mig grátandi og sagðist vera kominn með tilgang í lífinu. Ég elskaði að gleðja þig og hefur alltaf þótt óendanlega vænt um þig og þú mig líka. Þú skýrðir meira að segja hundinn þinn Logi sem var nokkuð fyndið á köflum þegar við vorum þrír saman.“Jarðarför sjónvarpað beint frá KaplakrikaOg Logi heldur áfram: „Þú áttir ekki að fara svona snemma samt, við vorum búnir að plana svo skemmtilegt ár 2016. Þú varst að fara að keyra limmósínu. Við setjum einkanúmerið Fiddi á hana í minningu um þig. Þegar þú varst fyrir utan Fjörð kom maður að þér og spurði vá Fiddi ert þú að keyra þetta, ég hef aldrei fengið að setjast inn í Limmó. Þú segir þú við manninn sestu inn og keyrðir hann einn hring. Þetta varst þú í hnotskurn. Einstakur maður. Ég man að við keyrðum framhjá jarðaför fyrir nokkrum árum og ég segi Fiddi það verður bara bara að sjónvarpa þína beint inn í Kaplakrikann því það mætir hálfur Hafnarfjörður og vel það og hann hló bara.“ Séra Kópavogur, Herra Hafnarfjörður og romm í kók! Þú hafðir nú eitthvað um Blikalitina í skyrtunni minni að segja :D Hvíldu í friði Friðrik Oddsson!Posted by Blaz Roca on 30. nóvember 2015
Andlát Hafnarfjörður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira