Andy Sullivan efstur í Dubai | McIlroy ekki langt undan 20. nóvember 2015 17:30 Rory slær inn á 18. holu á öðrum hring í nótt. Getty Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira