Listin að lifa saman Derya Ozdilek og Toshiki Toma skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi. Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið. Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann. Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga. Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag. Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn. Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun