Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 11:23 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson í dómsal. vísir/anton brink Aðalmeðferð í Stím-málinu lýkur í dag með málflutningi verjanda Jóhannesar Baldurssonar og verjanda Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar. Í gær fluttu saksóknari og verjandi Lárusar Welding mál sitt. Fór saksóknari fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Lárus, sem var forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna tveggja lána sem Glitnir veitti Stím. Annars vegar er um að ræða 20 milljarða króna lán í nóvember 2007 og rúmlega 700 milljóna króna lán í janúar 2008. Verjandi Lárusar, Óttar Pálsson, fór í gær fram á sýknu yfir honum. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, í fremri röð til hægri.vísir/stefán Ólíkir framburðir lykilvitnis hjá lögreglu og fyrir dómiReimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, varði í morgun dágóðum tíma í það að fara yfir framburð lykilvitnis ákæruvaldsins í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, en hann var sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins GLB FX í ágúst 2008. Sjóðurinn keypti skuldabréf af Sögu Capital á þeim tíma, en útgefandi bréfsins var Stím. Verjandinn fer fram á sýknu yfir Jóhannesi. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og yfirmaður Magnúsar Pálma, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupanna en Magnús Pálmi á að hafa keypt bréfið að undirlagi Jóhannesar. Þessu hefur Jóhannes alfarið hafnað en verjandi hans rakti meðal annars í morgun hversu ólíkir framburðir Magnúsar Pálma voru í skýrslutökum hjá lögreglu annars vegar og hins vegar fyrir dómi. Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið.vísir/anton brink Var úti í útlöndum þegar hann á að hafa fundað með MagnúsiMagnúsi Pálma var veitt friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Út frá því má áætla að Magnús Pálmi hafi veitt lögreglu mikilvægar upplýsingar við rannsókn málsins en fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt skuldabréf Stím af Sögu Capital samkvæmt fyrirmælum frá Jóhannesi. Lýsti hann meðal annars því sem verjandi Jóhannesar kallaði í morgun „tilfinningaríkan fund“ Magnúsar með yfirmanni sínum í lok ágúst 2008. „Hann lýsir því að þetta hafi verið sérstaklega minnisstætt því þetta hafi verið eina skiptið sem þeir Jóhannes tókust á. Hann lýsir þarna nákvæmum orðaskiptum á þessum tilfinningaríka fundi og þegar maður situr og hlustar á svona ítarlega frásögn þá hugsar maður með sér: „Þetta er alveg svakalegt.“ Það sem er hins vegar ótrúlegt í þessu er að þessi frásögn er hreinn hugarburður. Minn skjólstæðingur var ekki einu sinni á Kirkjusandi. Hann var á Spáni þegar þessi atvik eiga sér stað,“ sagði Reimar í morgun. „Ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu”Hann rakti það svo hvernig Magnús Pálmi hefði ítrekað lýst því yfir í skýrslutökum hjá lögreglu að ákvörðunin um að kaupa skuldabréfið hefði alfarið verið hans eigin. Hann hefði ekki fengið nein fyrirmæli um að kaupin enda væri það ekki þannig „að það kemur einhver til þín og segir bara þú átt að gera þetta.” Framburður hans átti hins vegar eftir að taka miklum breytingum og sagði Reimar að það hefði gerst við vafasamar aðstæður þar sem lögreglan var byrjuð að snerta á viðvæmum málum hans sjálfs. Því verði að telja sönnunarbyrði framburðar hans fyrir dómi rýra. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að Magnús Pálmi vissi nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra. Það var svo ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu. [...[ Þegar Magnús Pálmi kom og bauð lögreglunni upp á þennan framburð þá sátu lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem er að heyra lygasögu í fyrsta skipti,” sagði verjandinn. Að mati Reimars keypti ákæruvaldið framburð Magnúsar Pálma gegn friðhelgi þó ekki væri ljóst hversu umfangsmikil sakaruppgjöf hans væri þar sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn þurfti ekki að svara spurningu um það í hversu mörgum málum málum Magnús Pálmi hefur samið sig frá ákæru. Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu lýkur í dag með málflutningi verjanda Jóhannesar Baldurssonar og verjanda Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar. Í gær fluttu saksóknari og verjandi Lárusar Welding mál sitt. Fór saksóknari fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Lárus, sem var forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna tveggja lána sem Glitnir veitti Stím. Annars vegar er um að ræða 20 milljarða króna lán í nóvember 2007 og rúmlega 700 milljóna króna lán í janúar 2008. Verjandi Lárusar, Óttar Pálsson, fór í gær fram á sýknu yfir honum. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, í fremri röð til hægri.vísir/stefán Ólíkir framburðir lykilvitnis hjá lögreglu og fyrir dómiReimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, varði í morgun dágóðum tíma í það að fara yfir framburð lykilvitnis ákæruvaldsins í málinu, Magnúsar Pálma Örnólfssonar, en hann var sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins GLB FX í ágúst 2008. Sjóðurinn keypti skuldabréf af Sögu Capital á þeim tíma, en útgefandi bréfsins var Stím. Verjandinn fer fram á sýknu yfir Jóhannesi. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og yfirmaður Magnúsar Pálma, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupanna en Magnús Pálmi á að hafa keypt bréfið að undirlagi Jóhannesar. Þessu hefur Jóhannes alfarið hafnað en verjandi hans rakti meðal annars í morgun hversu ólíkir framburðir Magnúsar Pálma voru í skýrslutökum hjá lögreglu annars vegar og hins vegar fyrir dómi. Starfsmenn sérstaks saksóknara í héraðsdómi en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið.vísir/anton brink Var úti í útlöndum þegar hann á að hafa fundað með MagnúsiMagnúsi Pálma var veitt friðhelgi í málinu á grundvelli 5. greinar laga um sérstakan saksóknara. Út frá því má áætla að Magnús Pálmi hafi veitt lögreglu mikilvægar upplýsingar við rannsókn málsins en fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt skuldabréf Stím af Sögu Capital samkvæmt fyrirmælum frá Jóhannesi. Lýsti hann meðal annars því sem verjandi Jóhannesar kallaði í morgun „tilfinningaríkan fund“ Magnúsar með yfirmanni sínum í lok ágúst 2008. „Hann lýsir því að þetta hafi verið sérstaklega minnisstætt því þetta hafi verið eina skiptið sem þeir Jóhannes tókust á. Hann lýsir þarna nákvæmum orðaskiptum á þessum tilfinningaríka fundi og þegar maður situr og hlustar á svona ítarlega frásögn þá hugsar maður með sér: „Þetta er alveg svakalegt.“ Það sem er hins vegar ótrúlegt í þessu er að þessi frásögn er hreinn hugarburður. Minn skjólstæðingur var ekki einu sinni á Kirkjusandi. Hann var á Spáni þegar þessi atvik eiga sér stað,“ sagði Reimar í morgun. „Ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu”Hann rakti það svo hvernig Magnús Pálmi hefði ítrekað lýst því yfir í skýrslutökum hjá lögreglu að ákvörðunin um að kaupa skuldabréfið hefði alfarið verið hans eigin. Hann hefði ekki fengið nein fyrirmæli um að kaupin enda væri það ekki þannig „að það kemur einhver til þín og segir bara þú átt að gera þetta.” Framburður hans átti hins vegar eftir að taka miklum breytingum og sagði Reimar að það hefði gerst við vafasamar aðstæður þar sem lögreglan var byrjuð að snerta á viðvæmum málum hans sjálfs. Því verði að telja sönnunarbyrði framburðar hans fyrir dómi rýra. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að Magnús Pálmi vissi nákvæmlega hvað lögreglan vildi heyra. Það var svo ljóst hver töfraorð hans voru gagnvart lögreglu. [...[ Þegar Magnús Pálmi kom og bauð lögreglunni upp á þennan framburð þá sátu lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem er að heyra lygasögu í fyrsta skipti,” sagði verjandinn. Að mati Reimars keypti ákæruvaldið framburð Magnúsar Pálma gegn friðhelgi þó ekki væri ljóst hversu umfangsmikil sakaruppgjöf hans væri þar sem lögreglumaður sem kom fyrir dóminn þurfti ekki að svara spurningu um það í hversu mörgum málum málum Magnús Pálmi hefur samið sig frá ákæru.
Stím málið Tengdar fréttir Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Jakob Valgeir Flosason, hluthafi og stjórnarformaður Stím, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 15:39
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00