Fótbolti

Vallarþulurinn hélt að Man. City væri Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn City mótmæla í leiknum í gær.
Leikmenn City mótmæla í leiknum í gær. vísir/getty
Gærkvöldið var vont á margan hátt fyrir Man. City.

Liðið tapaði gegn Juventus í Tórínó, 1-0, og missti þar með toppsætið í sínum riðli þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Vonbrigði City hófust þó fyrir leik er vallarþulurinn sagði að mótherji Juventius væri Man. Utd. Hann leiðrétti sig þó fljótlega en stuðningsmenn City brjáluðust af reiði.

Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist markvörðurinn Joe Hart í leiknum líka.

Ekki er víst að hann verði með gegn Stoke City um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Óvissa um Joe Hart

Markvörðurinn meiddist í tapleik Manchester City í gær en ómögulegt er að segja um hversu lengi hann verður frá.

Juventus tyllti sér á toppinn

Ítalíumeistarar Juventus báru sigurorð af Manchester City, 1-0, á heimavelli sínum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×