Styrkjum lögregluna Ögmundur Jónasson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar