Beiting söngraddar í bíómyndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:15 "Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist,“ segir Þórhildur. Mynd/Daníel Starrason Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist. Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist.
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira