Menning

Ástin túlkuð með ýmsum litum eftir löndum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Auður og Helga Bryndís flytja sönglög eftir Hjálmar Helga Ragnarsson, Robert Schumann, Ermano Wolf-Ferrari og Joaquin Turina í Norræna húsinu.
Auður og Helga Bryndís flytja sönglög eftir Hjálmar Helga Ragnarsson, Robert Schumann, Ermano Wolf-Ferrari og Joaquin Turina í Norræna húsinu. Vísir/GVA
„Lögin snúast um ástina í ýmsum litum,“ segir Auður Gunnarsdóttir söngkona sem ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara kemur fram á tónleikunum Ástir og draumar kvenna í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. 

Auður segir tjáningarformið ólíkt eftir löndum. 

„Á Ítalíu er mýkt og rómantík. Konan líkir  manninum við grænt engi og augu hans eru fegurri stjörnunum meðan blóðið flæðir í spænsku lögunum því þar er stöðugt nautaat í gangi milli elskendanna. 

Í Söng Sólveigar á íslensku er konan tilbúin að bíða eftir manninum alla ævi og fer ekki fram á neitt en í þýsku lögunum er svo mikil alvara að maður er líkamlega búinn eftir að hafa sungið þau.  Raunsæið er svo mikið – og þar er dáið.“

Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og félaga í FÍT.  Yngri en tvítugir fá ókeypis á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.