Telur kærunefnd sitja báðum megin borðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Kheira og Riad, níu ára sonur hennar, segja aðstæður hælisleitenda í Frakklandi vera skelfilegar. vísir/vilhelm Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar. Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögmaður hælisleitanda gagnrýnir að Kærunefnd útlendingamála skuli sjálf skera úr um áfrýjun mála sem hún hefur haft áður til umfjöllunar. Umbjóðandi Katrínar Theódórsdóttur, Kheira, og níu ára sonur hennar, komu frá Alsír með viðkomu í Frakklandi. Þau sóttu um hæli á Íslandi en voru send til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Mæðginin gengu um götur Parísar í viku og fengu ekki húsnæði eða aðstoð. „Lögreglan tók á móti okkur og sagði að til þess að fá aðstoð þyrftum við að finna okkur húsnæði. Ég fékk hvergi inni. Við sváfum á götunni og gengum um. Barnið grét af þreytu og ótta,“ segir Kheira. Kheira ákvað þá að sækja um hæli á Íslandi aftur. En samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála átti að senda þau til Frakklands á ný. Kheira ákvað þá að fara með málið fyrir dómstóla, sótti um flýtimeðferð og lagði inn beiðni um frestun réttaráhrifa. Það þýðir að fá að vera á landinu á meðan mál hennar er rekið fyrir dómi. „Beiðnin fór fyrir Kærunefndina, sömu nefnd og hafði staðfest synjun Útlendingastofnunar,“ segir Katrín. „Í fyrsta lagi er óeðlilegt að nefndin skuli taka sama málið tvisvar fyrir. Í öðru lagi finnst mér fráleitt að aðila sé ekki gefinn kostur á að gæta sinna hagsmuna fyrir dómi.“ Katrín bendir á að í hælismálum sé trúverðugleiki umsækjenda meðal helstu sönnunargagna í málsmeðferð. „Gerir nefndin ráð fyrir að fólk sé svo fjáð að það geti ferðast milli landa til að mæta fyrir rétti? Þessi málsmeðferð byggir á framburði hennar um aðstæður í Frakklandi, en það er vitað að móttaka hælisleitenda þar er fyrir neðan allar hellur og hér er um barn að ræða.“ Katrín bætir við að einnig sé gagnrýnivert að mál Kheiru sé ekki einu sinni tekið til umfjöllunar þar sem hún hafi reynt að fara til upprunalandsins en hrakist þaðan aftur. „Heimild er fyrir slíku í Dyflinnarreglugerðinni og aðrar þjóðir hafa gert undanþágur, en aldrei Ísland.“Úr reglugerðinni Schengen-samkomulagið gekk í gildi 25. mars 2001. Þá var Dyflinnarsamningurinn (sem nú kallast Dyflinnarreglugerðin) sem kveður á um hvaða ríki beri að taka við afgreiðslu umsóknar um hæli. Rauði krossinn lýsir reglugerðinni þannig að þótt umsækjandi sæki um hæli á Íslandi geti komið í ljós að annað ríki beri ábyrgð á umsókninni og hann verði sendur til þess ríkis þar sem umsókn hans verður tekin til umfjöllunar. Reglugerðin skyldi þó ekki ríki til að senda hælisleitendur, sem eiga eða hafa átt umsókn í öðru aðildarríki reglugerðarinnar, til baka heldur er ríkjum heimilt að taka slíka hælisumsókn til efnislegrar meðferðar í samræmi við mannúðarákvæði hennar.
Flóttamenn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira