Hvað getur Ísland gert í París? Árni Páll Árnason skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Loftslagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun