Djúp lægð nálgast landið: Varað við stormi fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:16 Veðurstofan varar við stormi austanlands í dag. nullschool Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira