Fótbolti

Líklegt byrjunarlið gegn Póllandi: Arnór Ingvi gæti byrjað í sínum fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Ingvi spilar sinn fyrsta landsleik komi hann við sögu í kvöld.
Arnór Ingvi spilar sinn fyrsta landsleik komi hann við sögu í kvöld. vísir/norrköping
Líklegt er að Arnór Ingvi Traustason verði í byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í kvöld þegar það mætir Póllandi í vináttuleik í Varsjá. Þetta verður fyrsti A-landsleikur Arnórs Ingva sem varð Svíþjóðarmeistari með IFK Norrköping á dögunum.

Sjá einnig:Skoraði og svo varð allt svart

Talið er að Lars og Heimir geri aðeins tvær breytingar frá hefðbundnu byrjunarliði í kvöld. Arnór Ingvi kemur inn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og líklega tekur Hólmar Örn Eyjólfsson stöðu Kára Árnasonar við hlið Ragnars Sigurðssonar í vörninni, en Kári er meiddur.

Hólmar Örn hefur tvisvar sinnum komið við sögu hjá A-landsliðinu. Hann spilaði síðustu sjö mínúturnar í vináttuleik gegn Svíþjóð ytra í maí 2012 og sex mínútur í tapi gegn Belgíu í vináttuleik á síðasta ári.

Ögmundur Kristinsson er svo í markinu þar sem Hannes Þór Halldórsson er frá vegna meiðsla, en aðalmarkvörðurinn verður frá keppni næstu mánuðina.

Líklegt byrjunarlið gegn Póllandi:

Markvörður: Ögmundur Kristinsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantmaður: Birkir Bjarnason

Tengiliðir: Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði

Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason

Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×