Fótbolti

Naum forysta Svíþjóðar eftir fyrri leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan undirbýr víti sitt í kvöld.
Zlatan undirbýr víti sitt í kvöld. Vísir/Getty
Svíþjóð er 2-1 yfir eftir fyrri leikinn gegn Danmörku í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Varamaðurinn Nicolai Jörgensen hét Dönum inn í einvíginu með marki á 80. mínútu.

Emil Forseberg kom Dönum yfir. Hann fékk þá góða sendingu fyrir markið frá Mikael Lustig, en Forseberg, sem er samherji Rúnars Más Sigurjónssonar og Jóns Guðna Fjólusonar hjá Sundsvall, kláraði færið vel.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 50. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Thomas Kahlenberg braut þá á markaskoraranum Forseberg. Kóngurinn í Svíþjóð, Zlatan Ibrahimovic, steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Varamennirnir Nicolai Jörgensen og Yussuf Poulsen, samherjarnir hjá FCK, bjuggu til mark Dana sem kom tíu mínútum fyrir leikslok. Yussuf skallaði þá hornspyrnu Eriksen fyrir Jörgensen sem skoraði. Mikilvægt mark Dana, en lokatölur 2-1, Svíum í vil.

Síðari leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×