Innlent

Eiginkona Finnboga Rúts á batavegi eftir aðgerð

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær.
Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær. Vísir/AFP
Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel.

Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi.

Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi.

Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×