Eiginkona Finnboga Rúts á batavegi eftir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 13:30 Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær. Vísir/AFP Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15