Dansinn tryggði Stjörnunni sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 06:00 Frá gólfæfingum Stjörnunnar. Mynd/Fimleikasambandið Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ Fimleikar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“
Fimleikar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira