Dansinn tryggði Stjörnunni sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 06:00 Frá gólfæfingum Stjörnunnar. Mynd/Fimleikasambandið Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“ Fimleikar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira
Fimleikar Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í Vodafone-höllinni á laugardag þegar ljóst varð að Stjarnan hafði tryggt sér gullið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum. Keppnin var gríðarlega hörð en tvö sænsk lið urðu í næstu tveimur sætum og Gerpla því fjórða. „Ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Líkaminn er þreyttur en það var gott að vakna í morgun.“ Hún segir að það hafi ekki endilega verið markmið Stjörnunnar að vinna mótið. Stefnan hafi ávallt verið að komast á verðlaunapall. „Það eina sem við vildum var verðlaunapeningur. Okkur var sama af hvaða tegund,“ segir hún. Stjarnan tók samt ákveðna áhættu með því að mæta með nýjan dans í gólfæfingarnar. En sú áhætta borgaði sig. „Það er mjög sjaldgæft að dans gangi svona rosalega vel í fyrsta sinn, hvað þá að vinna greinina,“ segir Andrea Sif en æfingarnar á gólfi skiluðu Stjörnunni 22,533 stigum. Hún segir að það sé erfitt að átta sig á því á meðan á æfingunni stendur hversu góð framkvæmdin er. „Ég fann að það gekk vel hjá mér en annars er maður að horfa fram en ekki á hinar. Svo var reyndar ein næstum því dottin og frétti ég ekki af því fyrr en í morgun,“ segir hún í léttum dúr. Stjarnan fékk rúm sautján stig fyrir æfingar á trampólíni og rúm átján fyrir æfingar á dýnu. Ástæðan fyrir því að gólfæfingarnar skiluðu fleiri stigum var að erfiðleikastuðullinn á þeim var mun hærri. „Þjálfarinn okkar sagði að ef þú ert ekki góður í dansi þá getur þú gleymt þessu. Það er hann sem skilar manni sigrinum enda skorum við langhæst í honum,“ segir Andrea Sif. Þessi hópur hefur verið saman hjá Stjörnunni síðan á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári en Svíar fögnuðu þá sigri. Andrea Sif segir að nánast allir í liði Stjörnunnar hafi reynslu af stórmótum með íslenska landsliðinu. „Það hjálpaði mikið. Við vissum hvernig það væri að keppa fyrir framan svo marga áhorfendur og náðum að stjórna spennustiginu betur. Svo er hópurinn okkar vel samansettur og gátum við dreift æfingunum vel á milli okkar. Það var mjög þægilegt.“
Fimleikar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sjá meira