Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito: „Félagið telur sig ekki hafa brotið af sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:38 Sito í leik gegn Víkingi í sumar. vísir/andri marinó ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍBV vann mál sitt gegn Fylki varðandi félagaskipti Spánverjans Jose „Sito“ Enrique og þurfa Fylkismenn að greiða sekt fyrir að brjóta gegn grein 14.13 í regluverki knattspyrnusambandsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki, en Árbæjarfélagið er mjög ósátt við úrskurð nefndarinnar og „lýsir“ yfir vonbrigðum með hann. Forsagan er sú að Sito, sem sló í gegn með ÍBV eftir að koma á miðju sumri, sagði í viðtali við spænskan fjölmiðil að hann væri búinn að semja við Fylki.Með sannanir Félögum var heimilt að ræða við Sito eftir 16. október en forráðamenn ÍBV héldu því fram að Fylkir hefði rætt fyrr við Spánverjann sem er ólöglegt. „Við erum með þetta svart á hvítu og því verður þetta kært. Ég gef ekkert upp um hvar við fáum sönnungargögnin. Það verður að koma í ljós síðar. Við teljum okkur aftur á móti vera með nógu miklar sannanir fyrir þessu," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Vísi 20. október. Degi síðar sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis að Sito væri ekki búinn að semja við Árbæjarliðið en samningur lægi á borðinu.Ekki hægt að áfrýja „Við eigum eftir að klára þetta með undirskrift en það ætti að vera formsatriði,“ sagði Ásgeir sem átti erfitt með að skilja hvers vegna ÍBV lagði fram kæru. Fylkismenn lýsa furðu á því hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins og segir aðeins getgátur það sek meur fram í úrskurðinum. „Enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli,“ segir í tilkynningu Fylkismanna. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum og verður Fylkir því að greiða sektina. Engu að síður er Sito þeirra og spilar Spánverjinn öflugi með Fylki á næstu leiktíð.Tilkynning Fylkis í heild sinni: „Samninga- og félagaskiptanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað í máli ÍBV gegn Fylki og er niðurstaða nefndarinnar að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ og felur úrskurðurinn í sér sektargreiðslu. Knattspyrnudeild Fylkis telur úrskurð nefndarinnar rangan og lýsir yfir vonbrigðum með hann. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á hvernig nefndin metur fyrirliggjandi gögn málsins sem og þær getgátur um staðreyndir sem koma fram í úrskurðinum, enda telur félagið sig ekki hafa brotið af sér í umræddu máli. Fylkir er reglubundið í sambandi við umboðsmenn í Evrópu vegna leitar að leikmönnum sem geta leikið ákveðnar stöður og hafa þau gæði sem nýtast félaginu. Umboðsmenn koma með tillögur til félagsins að leikmönnum sem þeir hafa á sínum snærum. Fylkir gætir þess í hvívetna að fara að öllum reglum KSÍ og telur að svo hafi verið í þessu máli. Félagið vill íteka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015. Fylkir getur ekki borið ábyrgð á samskiptum milli umboðsmanna og leikmanna. KSÍ hlýtur að setja kröfur á alla aðila í slíkum málum, leikmenn, umboðsmenn og félög um að fylgja reglum sambandsins. Fylkir er meðvitað um ríkar skyldur sínar í málum sem þessum. Þar sem ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum neyðist félagið til að hlíta honum. Reykjavík, 17. nóvember 2015, stjórn knattspyrnudeildar Fylkis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira