ÍBV birtir sannanir sínar gegn Fylki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2015 17:45 Sito í leik með ÍBV gegn Víkingi. vísir/andri Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða. Fylkismenn voru fundnir sekir um að hafa rætt ólöglega við Jose „Sito“ Enrique og þurfa að greiða sekt fyrir það. Engu að síður verður Sito leikmaður Fylkis. Fylkir sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið lýsir yfir vonbrigðum með dóminn og ber af sér allar sakir. Það hafi ekki gert neitt rangt.Sjá einnig: Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito Eyjamenn voru fljótir til og hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hreinlega birta sönnunargögnin. Þau eru orð sjálfs leikmannsins um að hann hafi fengið tilboð frá Fylki áður en löglegt var að tala við hann. Hér má sjá samskiptin sem ÍBV birtir í dag:Svar Sito kl. 20.57 föstudagskvöldið 16. október:I can understand it that you angry and this offer from filkyr was in the last few days.Svar Sito kl. 09.37 laugardagsmorguninn 17. október:Filky contacted and made the offer few days ago. Samkvæmt þessum orðum leikmannsins þá fékk hann tilboð frá Fylki fyrir 16. október. Í yfirlýsingu Fylkis í dag stendur orðrétt: „ Félagið vill ítreka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015."Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍBV í heild sinni:Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli knattspyrnuráðs ÍBV gegn knattspyrnudeild Fylkis vegna meints brots Fylkis í samningaviðræðum við Jose „Sito“ Vergara Seoane.Úrskurður nefndarinnar er mjög skýr þar sem nefndin telur í ljós leitt að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.Það hefur alltaf legið fyrir að knattspyrnuráð ÍBV hafði fullvissu fyrir því að Fylkir hafi haft rangt við þegar þeir höfðu samband við Sito sem samningsbundinn leikmann ÍBV fyrir 16. október 2015.Það sem liggur fyrir og er grundvöllur þeirrar kæru sem lögð var fram, eru eftirfarandi skriflegar staðfestingar frá leikmanninum sjálfum, í fyrra sinn að kvöldi 16. okt. og í seinna skiptið að morgni 17. okt.Svar Sito kl. 20.57 föstudagskvöldið 16. október:I can understand it that you angry and this offer from filkyr was in the last few days.Svar Sito kl. 09.37 laugardagsmorguninn 17. október:Filky contacted and made the offer few days ago.Knattspyrnuráð ÍBV fagnar því að hið sanna hafi verið staðfest. Það eru hins vegar vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma og aðallega að félag í efstu deild hafi orðið uppvíst af því sniðganga reglur KSÍ. ÍBV situr eftir með sárt ennið, hafandi misst öflugan leikmann og fá engar bætur í staðinn. Fylkir hins vegar fær þennan leikmann nánast frítt. Hver er sanngirnin?Það er svo annað mál að knattspyrnudeild Fylkis skuli reyna að bera af sér þennan dóm þegar fyrir liggja þessar staðreyndir eins og segir eftirfarandi orðrétt í úrskurði samninga – og félagaskiptanefndar KSÍ:„Í tölvubréfinu kemur fram að Fylkir hafi haft samband og gert leikmanninum tilboð nokkrum dögum áður, sem hefur þá verið fyrir 16. október 2015. Er það mat nefndarinnar að ekki sé ástæða til að draga efni bréfsins í efa. Yfirlýsingar, sem Fylkir hefur lagt fram í málinu, eru í beinu ósamræmi við efni tölvubréfsins og þykja framkomnar skýringar á ósamræminu hvorki sennilegar né trúverðugar.“Knattspyrnuráð ÍBV hvetur KSÍ til að endurskoða umræddar reglur á komandi ársþingi m.a. með því að samræma þær betur þeim reglum sem gilda erlendis, og einnig að viðurlög gagnvart félögum og leikmönnum verði hert til muna. Á þann máta er betur tryggt að félög fari eftir þeim reglum sem eru í gildi.Stjórn knattspyrnuráðs ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða. Fylkismenn voru fundnir sekir um að hafa rætt ólöglega við Jose „Sito“ Enrique og þurfa að greiða sekt fyrir það. Engu að síður verður Sito leikmaður Fylkis. Fylkir sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið lýsir yfir vonbrigðum með dóminn og ber af sér allar sakir. Það hafi ekki gert neitt rangt.Sjá einnig: Fylkir þarf að greiða sekt vegna Sito Eyjamenn voru fljótir til og hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hreinlega birta sönnunargögnin. Þau eru orð sjálfs leikmannsins um að hann hafi fengið tilboð frá Fylki áður en löglegt var að tala við hann. Hér má sjá samskiptin sem ÍBV birtir í dag:Svar Sito kl. 20.57 föstudagskvöldið 16. október:I can understand it that you angry and this offer from filkyr was in the last few days.Svar Sito kl. 09.37 laugardagsmorguninn 17. október:Filky contacted and made the offer few days ago. Samkvæmt þessum orðum leikmannsins þá fékk hann tilboð frá Fylki fyrir 16. október. Í yfirlýsingu Fylkis í dag stendur orðrétt: „ Félagið vill ítreka að það hafði aldrei samband við Sító eða ræddi við umboðmann hans um að fá Sító til liðs við sig fyrr en 16. október 2015."Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍBV í heild sinni:Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli knattspyrnuráðs ÍBV gegn knattspyrnudeild Fylkis vegna meints brots Fylkis í samningaviðræðum við Jose „Sito“ Vergara Seoane.Úrskurður nefndarinnar er mjög skýr þar sem nefndin telur í ljós leitt að Fylkir hafi brotið gegn grein 14.13 í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.Það hefur alltaf legið fyrir að knattspyrnuráð ÍBV hafði fullvissu fyrir því að Fylkir hafi haft rangt við þegar þeir höfðu samband við Sito sem samningsbundinn leikmann ÍBV fyrir 16. október 2015.Það sem liggur fyrir og er grundvöllur þeirrar kæru sem lögð var fram, eru eftirfarandi skriflegar staðfestingar frá leikmanninum sjálfum, í fyrra sinn að kvöldi 16. okt. og í seinna skiptið að morgni 17. okt.Svar Sito kl. 20.57 föstudagskvöldið 16. október:I can understand it that you angry and this offer from filkyr was in the last few days.Svar Sito kl. 09.37 laugardagsmorguninn 17. október:Filky contacted and made the offer few days ago.Knattspyrnuráð ÍBV fagnar því að hið sanna hafi verið staðfest. Það eru hins vegar vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma og aðallega að félag í efstu deild hafi orðið uppvíst af því sniðganga reglur KSÍ. ÍBV situr eftir með sárt ennið, hafandi misst öflugan leikmann og fá engar bætur í staðinn. Fylkir hins vegar fær þennan leikmann nánast frítt. Hver er sanngirnin?Það er svo annað mál að knattspyrnudeild Fylkis skuli reyna að bera af sér þennan dóm þegar fyrir liggja þessar staðreyndir eins og segir eftirfarandi orðrétt í úrskurði samninga – og félagaskiptanefndar KSÍ:„Í tölvubréfinu kemur fram að Fylkir hafi haft samband og gert leikmanninum tilboð nokkrum dögum áður, sem hefur þá verið fyrir 16. október 2015. Er það mat nefndarinnar að ekki sé ástæða til að draga efni bréfsins í efa. Yfirlýsingar, sem Fylkir hefur lagt fram í málinu, eru í beinu ósamræmi við efni tölvubréfsins og þykja framkomnar skýringar á ósamræminu hvorki sennilegar né trúverðugar.“Knattspyrnuráð ÍBV hvetur KSÍ til að endurskoða umræddar reglur á komandi ársþingi m.a. með því að samræma þær betur þeim reglum sem gilda erlendis, og einnig að viðurlög gagnvart félögum og leikmönnum verði hert til muna. Á þann máta er betur tryggt að félög fari eftir þeim reglum sem eru í gildi.Stjórn knattspyrnuráðs ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira