Íslendingar þurfi að vera á varðbergi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 19:34 Ólöf Nordal vísir/anton brink Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21