Innlent

Íslendingur taldi sig öruggan í París eftir að hafa flúið frá Sýrlandi

Finnbogi Rútur hefur búið í París um árabil.
Finnbogi Rútur hefur búið í París um árabil.
Finnbogi Rútur Finnbogason taldi sig öruggan í París eftir að hafa flúið átökin í Sýrlandi þar sem hann var við nám. Segja má að stríðið hafi leitað hann uppi því kona hans varð fyrir árásum á föstudag.

Finnbogi er á 28 aldursári. Hann stundaði nám í Damaskus í Sýrlandi en þurfti að flytja þaðan árið 2011 þegar borgarastríðið í Sýrlandi braust út og Damskus var ekki lengur örugg.

„Það var mjög gott að vera í Damaskus. Mjög frjálslynt, opið og vingjarnlegt. Það hefði haldið áfram að vera þannig og vaxa hefði borgarastríðið ekki komið til sögunnar,” segir hann. Átökin virtust þó hafa elt hann uppi því hending réði því að frönsk sambýliskona hans, Caroline Courriouix, lét ekki lífið þegar hryðjuverkamenn hófu skothríð á óbreytta borgara á kaffihúsi sem hún sat á á föstudag. Hún varð fyrir tveimur skotum en er á batavegi.

„Ég hefði ekki getað beðið um betri niðurstöðu. Hún varð fyrir árásinni, hún lifir, henni líður vel og hún verður í lagi,” segir Finnbogi.

Viðtalið við Finnboga má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×