Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2015 06:28 Að minnsta kosti tveir eru látnir og búið er að handtaka sjö í aðgerðum morgunsins í St-Denis. Vísir/EPA Lögreglumenn í París sátu um íbúð í hverfinu St-Denis í norðurhluta borgarinnar í nótt og í morgun. Lögregla segir að aðgerðin tengist hryðjuverkunum sem framin voru í borginni síðastliðinn föstudag. Þetta vitum við um lögregluaðgerðina í St-Denis:Tilkynnt var um mikla skothríð og sprengingar í hverfinu St-Denis. Aðgerð lögreglu hófst klukkan 4:30 að staðartíma.Aðgerðin er sögð hafa beinst að þeim sem talinn er höfuðpaur hryðjuverkaárása föstudagsins, Abdel-Hamid Abu Oud.Saksóknari hefur staðfest að tveir séu látnir, þar af kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp. Sú var ættingi Abu Oud. Hinn drapst af völdum handsprengju sem sprakk.Sjö manns hafa verið handteknir.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Abdel-Hamid Abu Oud hafi ekki fundist í íbúðinni í St-Denis.Fullyrt er að hinir grunuðu hafi ætlað sér að framkvæma nýjar hryðjuverkaárásir í fjármálahverfi Parísarborgar - La Defence.Fimm lögreglumenn hafa særst í aðgerðinni, þó ekki alvarlega.Franskir fjölmiðlar segja að aðgerðum við Rue du Corbillon í hverfinu St-Denis sé nú lokið og að liðsmenn öryggissveita hafi haldið inn í bygginguna.Fréttin verður uppfærð fyrir neðan útsendingu Sky News.12:48 Hollande vill fjölmennt bandalag gegn ISISFrançois Hollande Frakklandsforseti segist vilja mynda breiðfylkingu í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. „Fyrst fer ég til Washington, svo til Moskvu. Við verðum að ná því að standa saman um að sigra ISIS eins fljótt og auðuð er,“ sagði Hollande á fundi sínum með borgarstjórum Parísarborgar.Search and Intervention Brigade (BRI) police with a shield used in the Bataclan assault on Nov 13 #ParisAttacks pic.twitter.com/KRxFgA5DVq— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 12:39Hollande: Abu Oud fannst ekki í íbúðinni Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaur árása föstudagsins, hafi ekki fundist í íbúðinni í St-Denis.11.53 Aðgerðum lögreglu í kirkju í St-Denis lokið Aðgerðum lögreglu í kirkju við Place de Tilleuls í St-Denis er nú lokið. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um aðgerðina.Les policiers ressortent de l'église... Bredouilles #AFP pic.twitter.com/kUKEaTiC5d— Marie Giffard (@mariegiffard) November 18, 2015 11:50 Neyðarástand nú í gildi á öllum frönskum yfirráðasvæðum Frönsk yfirvöld hafa ákveðið að það neyðarástand sem komið var á í Frakklandi nái nú einnig til franskra yfirráðasvæða úti í heimi. Þannig er lögreglu á Réunion fyrir utan Madagaskar, Frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku og fleiri eyjum í Karíbahafi veitt auknar heimildir vegna rannsóknar á hryðjuverkaárásunum. Áður náðu heimildirnar einungis til meginlands Frakklands og Korsíku.11:45 Enn óljóst með Abu Oud Franski saksóknarinn Francois Molins hefur greint fréttamönnum frá því að ekki sé enn ljóst hvort höfuðpaur árásanna í París, Abdel-Hamid Abu Oud, hafi verið í íbúðinni í St-Denis. Lögregla sat um íbúðina í sjö klukkustundir. Molins segir að lögregla safni nú upplýsingum úr hleruðum símtölum, öryggismyndavélum og frásögnum sjónarvotta.11:42 Hollande ávarpar frönsku þjóðina Francois Hollande Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína innan skamms vegna aðgerða lögreglunnar í St-Denis.11:39 Lögregla hefur enn ekki farið inn í íbúðina Lögregla í París hefur enn ekki farið inn í íbúðina í St-Denis. Grunur leikur á að hún sú full af sprengiefnum.11:34 Cazeneuve ræðir um Abu Oud Cazeneuve hefur einnig rætt um Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaur árása föstudagsins. Ráðherrann segir lögreglu hafa borist upplýsingar sem bentu til þess að líklegt væri að Abu Oud væri í umræddri íbúð í St-Denis. 11:30 Búið að bera kennsl á öll 129 fórnarlömbin Le Monde greinir frá því að búið sé að bera kennsl á alla þá 129 sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í París á föstudag. Fjölskyldur fórnarlambanna geta nú sótt líkamsleifar þeirra.11:26Cazeneuve ræðir við fjölmiðlaBernard Cazeneuve innanríkisráðherra segir að tveir hafi látið lífið í aðgerðum lögreglu – kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp og maður sem drapst af völdum handsprengju. Áður höfðu erlendir miðlar greint frá því að maðurinn hafi verið felldur af leyniskyttu lögreglu. Cazeneuve segir sjö hafa verið handtekna – þar af þrír sem voru inni í íbúðinni, leigusalinn, „vinur“ hans og tveir til viðbótar. 11:19: Konan var ættingi Aba Oud Konan sem sprengdi sjálfa sig í loft upp í St-Denis í morgun var ættingi Abdel-Hamid Abu Oud. BFM TV greinir frá þessu. Aba Oud er grunaður um að hafa höfuðpaur árásanna í París á föstudag.11:14 BFMTV: Hefur fylgst með konu síðustu daga Franska stöðin BFMTV hefur eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að lögregla hafi byrjað að fylgjast með konu „fyrir nokkrum dögum“ vegna gruns um að hún væri að veita Abdel-Hamid Abu Oud athvarf. Ekki liggur fyrir hvort það sé sama kona og sprengdi sjálfa sig í loft upp í íbúðinni í morgun.11:02 Íbúum ráðlagt að halda sig heima Þrátt fyrir að aðgerðum lögreglu í St-Denis er nú lokið ráðleggur innanríkisráðuneyti Frakklands þeim 15 til 20 þúsund íbúum í nágrenninu að halda sig heima.Paris raid over, seven arrested and at least two killed #SaintDenis pic.twitter.com/FmAenXD0tX— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 10:59 Lögregla reynir að komast inn í kirkjuLögregla reynir nú að komast inn í kirkju í St-Denis. Aðgerðin hófst fyrir um hálftíma.Police at church door trying to force open door #SaintDenis #paris pic.twitter.com/qE8mFbyLzq— katya adler (@BBCkatyaadler) November 18, 2015 10:46 Franskir fjölmiðlar: Aðgerðum lögreglu lokið Franskir fjölmiðlar greina nú frá því að aðgerðum lögreglu í St-Denis sé lokið og að liðsmenn öryggissveita hafi haldið inn í húsið sem stendur við Rue du Corbillon. Guardian greinir frá þessu. Engar upplýsingar hafa fengist um þann sem talinn var einn eftir í í búðinni.#BREAKING Paris raid over, area still being secured: police source— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 10:42 Franskir múslímar fordæma árásir Talsmaður helstu regnhlífasamtaka franskra múslíma segir að samtökin muni beina þeim orðum til allra þeirra 2.500 moska sem eru í landinu að fordæma „allar gerðir ofbeldis og hryðjuverka“ í föstudagsbænum sínum.10:37 Framkvæma leitir og biðla til almennings Gendarmerie Nationale, sérstakt varðlið franska hersins, framkvæmir nú leitir á fjölda staða í Frakklandi. Hún biðlar til fransks almennings að upplýsa ekki um hvar liðsmenn varðliðsins eru nú að stöðrfum.#EtatdUrgence Des contrôles ont lieu partout en France. Ne signalez pas la position des forces de l'ordre #Attentats pic.twitter.com/YstLLtMkLD— GendarmerieNationale (@Gendarmerie) November 18, 2015 10:30 Lífsýni tekin úr þeim handteknu Franska stöðin France 2 greinir frá því að lífsýni hafi verið tekin úr þeim sem hafa verið handtekin í St-Denis í morgun. Aðgerð lögreglu er rakin til upplýsinga sem bárust um að til stæði að gera hryðjuverkaárás á fjármálahverfi Parísar – La Defence.10:21 Sjö handteknir Lögregla í Frakklandi hefur staðfest að sjö hafi verið handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í St-Denis. AP greinir frá.10:08 Leyniskytta drap annan hinna grunuðu Le Monde og Liberation hafa nú fengið staðfest að tveir hafi látið lífið í áhlaupi lögreglu á íbúðina í St-Denis. Saksóknari hafði einungis staðfest að einn hafi látið lífið – kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp. Sky News greinir frá því að hinn grunaði hafi verið drepinn af leyniskyttu lögreglu.9:59 Særður lögreglumaður færður á brott Le Figaro segir greinir frá því að maðurinn sem sjónarvottar sáu fluttan út úr bygginginnuhafi verið særður liðsmaður öryggissveita.9:55 Vöruðu við Abdeslam Innanríkisráðuneyti Austurríkis tilkynnti belgískum yfirvöldum frá því í september að Salah Abdeslam væri í landinu. Abdeslam var þá á sérstökum lista lögreglu, en hann er grunaður um að hafa keyrt árásarmennina á föstudaginn.9:49 Maður fluttur úr húsinuSkothljóð hafa heyrst úr íbúðinni í St-Denis rétt í þessu. Fréttaritari Channel 4 greinir frá því á Twitter að maður hafi verið færður úr húsinu á Rue du Corbillon af vopnuðum lögreglumönnum.1 man just escorted from building In St Denis held and surrounded by armed police.— Jonathan Rugman (@jrug) November 18, 2015 9:47 Hugðu á aðra árás í fjármálahverfi Parísar France24 hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglu að fólkið, sem aðgerðin í St-Denis, beinist að, hafi haft í hyggju að fremja hryðjuverk í La Defence, fjármálahverfi borgarinnar.9:45 Aukinn viðbúnaður víðs vegar um París Le Parisien greinir frá því að vopnaðir lögreglumenn séu að störfum og stöðvi bíla á hringvegi Parísarborgar, Boulevard Périphérique.9:39 Hafnar því að einhver hafi komist undan Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, hafnar því að nokkur hafi komist undan í aðgerðum lögreglu í St-Denis. Franskir miðlar höfðu áður greint frá því að einn hinna grunuðu hafi náð að flýja úr íbúðinni.9:31 Aðgerðir standa enn yfir og fimm lögreglumenn særðir Lögregla í Frakklandi segir að aðgerðin í St-Denis standi enn yfir og að fimm lögreglumenn hafi særst í aðgerðunum.[INFO] #SaintDenis Opération #RAID en cours À cette heure, 5 policiers du #RAID sont légèrement blessés.— Police Nationale (@PNationale) November 18, 2015 9:27 Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 á leið á vettvang Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður eru nú á leið á vettvang í St-Denis. Ítarlega verður fjallað um umsátursástandið og fleira tengt hryðjuverkaárásunum í París í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.Erum á leiðinni til St. Denis þar sem lögregluaðgerðin stendur yfir. Hófst 4:25 í nótt. Tveir látnir. Ein kona sem sprengdi sig í loft upp.— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) November 18, 2015 9:22 Um fimmtán manns voru í húsinu Le Figaro greinir frá því að um fimmtán manns hafi verið í húsinu þegar aðgerðin hófst. Íbúar hafa nú allir verið fluttir á brott.9:18 Abaaoud ekki á meðal hinna handteknu Lögregla hefur staðfest að aðgerðir morgunsins hafi beinst gegn Abdelhamid Abaaoud sem talinn er höfuðpaur hryðjaverkaárásanna í París. Le Monde segir að Abaaoud hafi ekki verið á meðal hinna handteknu. Ekki er ljóst hvort Abaaoud sé nú í íbúðinni eða hafi verið í henni.8:57 Íbúðin fyrir ofan grunnskóla Franskir miðlar segja íbúðina í St-Denis vera í lítilli hliðargötu, Rue du Corbillon, í húsi númer 8. Á neðstu hæðum hússins er grunnskóli. Öllu skólahaldi í hverfinu St-Denis hefur verið aflýst í dag.At one of the police cordons in #StDenis Denis. Its been 90 minutes since locals teams heard gunfire here. #Paris pic.twitter.com/oRBwzXcm3l— Gavin Lee (@GavinLeeBBC) November 18, 2015 8:51 Ráðamenn funda François Hollande Frakklandsforseti, Manuel Valls forsætisráðherra, Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra, Jean-Yves Le Drian varnarmálaráðherra, Laurent Fabius utanríkisráðherra og Christiane Taubira dómsmálaráðherra sitja nú á fundi þar sem þeir ræða um aðgerðina í St-Denis. Ce matin avec Manuel Valls, Christiane Taubira, Jean-Yves Le Drian et Bernard Cazeneuve, pour suivre les opérations à Saint-Denis A photo posted by François Hollande (@fhollande) on Nov 18, 2015 at 1:44am PST 8:48 Le Figaro: Rangt að vegfarandi hafi látið lífið Franska blaðið Le Figaro hefur eftir heimildarmanni innan lögreglu að enginn óbreyttur borgari hafi látið lífið í umsátursástandinu. Áður höfðu fjöldi miðla greint frá því að vegfarandi hafi orðið fyrir skoti og látið lífið.08:41 Le Monde: Nýjar sprengingar Franska blaðið Le Monde greinir frá því að fleiri sprengingar hafi heyrst á svæðinu í kringum íbúðina fyrir skemmstu.8:39 AP: Einn maður enn í íbúðinni AP greinir frá því að einn maður sé enn í íbúðinni sem aðgerðin beinist gegn. Ekki er vitað hvern um ræðir.8:27 Saksóknari segir að tveir séu látnir Franskur saksóknari segir að tveir hafi látið lífið í umsátrinu, þeirra á meðal kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp.8:25 Lögregla heldur inn í ráðhús St-Denis Vopnaðir lögreglumenn hafa haldið inn í ráðhús St-Denis. BBC greinir frá þessu.8:24 „Eigandi“ íbúðarinnar handtekinn AFP greinir frá því að mögulegur eigandi íbúðarinnar í St-Denis, þar sem hinir grunuðu dvöldu, hafi verið handtekinn. Fréttamaður AFP var að ræða við manninn þegar lögregla mætti og færði hann á brott í járnum. Maðurinn, sem er ekki nafngreindur, segir að hann hafi boðið tveimur afnot af íbúðinni, sem stendur við 8 rue du Corbillon, eftir að vinur sinn hafi beðið hann um það. Fólkið hafi komið frá Belgíu þurft húsaskjól.Troop carriers moving from the cordon at scene of police raids in Saint-Denis, Paris pic.twitter.com/3bvQRsTIMA— Tom Bateman (@tombateman) November 18, 2015 8:15 Tilkynning frá saksóknaraFranskur saksóknari hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir að lögregluaðgerðin í St-Denis hafi hafist klukkan 4:20 að staðartíma og stendur enn. Við upphaf aðgerðarinnar sprengdi kona sem var í íbúðinni sjálfa sig í loft upp og lést. Þrír menn sem voru í íbúðinni hafa verið handteknir. Ekki liggur fyrir hverjir þeir eru. Maður og kona, sem voru á ferðinni nærri íbúðinni, hafa verið handtekin og færð til yfirheyrslu.8:04: Engin skothljóð síðasta klukkutímann Fréttamaður Guardian sem er á vettvangi segir að engin skothljóð hafi heyrst í kringum íbúðina síðasta klukkutímann.8:02: Fimm handteknir Saksóknari segir að fimm manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun. CNN greinir frá þessu.7:58 Beindust að Abaaoud Aðgerðir lögreglu beindust að Abdelhamid Abaaoud, 27 ára Belga, sem talið er að hafi verið höfuðpaur árásanna í París.7:47 Myndband af vettvangi í nótt Búið er að birta myndband þar sem heyra þar sem lögregla og árásarmenn skiptust á skotum.7:42: Ekkert lát á skothríðinni í um hálftíma BBC ræðir við Benson Hoi, sem býr nærri íbúðinni í St-Denis. Hann segir að ekkert lát hafi verið á skothríðinni í um hálftíma, en hún hófst klukkan 4:30 að staðartíma, eða 3:30 að íslenskum tíma.7:38: Skotinn af leyniskyttuEinn hinna grunuðu var drepinn af leyniskyttu lögreglu. BFM greinir frá þessu. 7:37: Einn hinna grunuðu á lífi í íbúðinniFranska stöðin BFM segir að einn hinna grunuðu sé enn á lífi inni í íbúðinni.#UPDATE Jihadists killed - arrests made after anti-terror raid leads to shootout in Paris https://t.co/3i9eqF1EjO pic.twitter.com/AHimgAlGrn— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 7:36 Aðgerðum að ljúka CNN hefur eftir dómsmálaráðherra Frakklands að nú styttist í að umsátrinu ljúki.7:33 Tveir kílómetrar frá Stade de France Íbúðin sem um ræðir er í hverfinu St-Denis, skammt frá samnefndri dómkirkju. Þjóðarleikvangur Frakka, Stade de France, er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá íbúðinni.7:32 Þrír handteknir Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að þrír hafi verið handteknir.7:30 Tveir grunaðir látnir Frönsk lögregla segir að tveir grunaðir séu látnir, ein kona þeirra á meðal. AP greinir frá þessu. Fréttir hafa einnig borist af því að vegfarandi hafi látist, en það hefur ekki fengist staðfest.7:00: Kona sögð hafa sprengt sjálfa sig í loft uppTalið hafði verið að Abaaoud væri í Sýrlandi en hann er sagður hafa skipulagt árásirnar. Abdeslam var hinsvegar á flótta eftir að hafa tekið þátt í árásunum og var talið að hann væri kominn til Belgíu. Ef nýjustu fregnir reynast réttar virðast þeir þó ávallt hafa verið í París. Nýjustu fregnir herma að kona hafi sprengt sig í loft upp nú á sjöunda tímanum og að einn hinna grunuðu hafi verið felldur af lögreglu. Þetta er þó óstaðfest eins og er. Svæðið er afar þéttbýlt en íbúðin sem um ræðir er skammt frá Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, þar sem árásarmenn létu meðal annars til skarar skríða á föstudag. Hryðjuverk í París Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögreglumenn í París sátu um íbúð í hverfinu St-Denis í norðurhluta borgarinnar í nótt og í morgun. Lögregla segir að aðgerðin tengist hryðjuverkunum sem framin voru í borginni síðastliðinn föstudag. Þetta vitum við um lögregluaðgerðina í St-Denis:Tilkynnt var um mikla skothríð og sprengingar í hverfinu St-Denis. Aðgerð lögreglu hófst klukkan 4:30 að staðartíma.Aðgerðin er sögð hafa beinst að þeim sem talinn er höfuðpaur hryðjuverkaárása föstudagsins, Abdel-Hamid Abu Oud.Saksóknari hefur staðfest að tveir séu látnir, þar af kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp. Sú var ættingi Abu Oud. Hinn drapst af völdum handsprengju sem sprakk.Sjö manns hafa verið handteknir.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Abdel-Hamid Abu Oud hafi ekki fundist í íbúðinni í St-Denis.Fullyrt er að hinir grunuðu hafi ætlað sér að framkvæma nýjar hryðjuverkaárásir í fjármálahverfi Parísarborgar - La Defence.Fimm lögreglumenn hafa særst í aðgerðinni, þó ekki alvarlega.Franskir fjölmiðlar segja að aðgerðum við Rue du Corbillon í hverfinu St-Denis sé nú lokið og að liðsmenn öryggissveita hafi haldið inn í bygginguna.Fréttin verður uppfærð fyrir neðan útsendingu Sky News.12:48 Hollande vill fjölmennt bandalag gegn ISISFrançois Hollande Frakklandsforseti segist vilja mynda breiðfylkingu í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. „Fyrst fer ég til Washington, svo til Moskvu. Við verðum að ná því að standa saman um að sigra ISIS eins fljótt og auðuð er,“ sagði Hollande á fundi sínum með borgarstjórum Parísarborgar.Search and Intervention Brigade (BRI) police with a shield used in the Bataclan assault on Nov 13 #ParisAttacks pic.twitter.com/KRxFgA5DVq— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 12:39Hollande: Abu Oud fannst ekki í íbúðinni Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaur árása föstudagsins, hafi ekki fundist í íbúðinni í St-Denis.11.53 Aðgerðum lögreglu í kirkju í St-Denis lokið Aðgerðum lögreglu í kirkju við Place de Tilleuls í St-Denis er nú lokið. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um aðgerðina.Les policiers ressortent de l'église... Bredouilles #AFP pic.twitter.com/kUKEaTiC5d— Marie Giffard (@mariegiffard) November 18, 2015 11:50 Neyðarástand nú í gildi á öllum frönskum yfirráðasvæðum Frönsk yfirvöld hafa ákveðið að það neyðarástand sem komið var á í Frakklandi nái nú einnig til franskra yfirráðasvæða úti í heimi. Þannig er lögreglu á Réunion fyrir utan Madagaskar, Frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku og fleiri eyjum í Karíbahafi veitt auknar heimildir vegna rannsóknar á hryðjuverkaárásunum. Áður náðu heimildirnar einungis til meginlands Frakklands og Korsíku.11:45 Enn óljóst með Abu Oud Franski saksóknarinn Francois Molins hefur greint fréttamönnum frá því að ekki sé enn ljóst hvort höfuðpaur árásanna í París, Abdel-Hamid Abu Oud, hafi verið í íbúðinni í St-Denis. Lögregla sat um íbúðina í sjö klukkustundir. Molins segir að lögregla safni nú upplýsingum úr hleruðum símtölum, öryggismyndavélum og frásögnum sjónarvotta.11:42 Hollande ávarpar frönsku þjóðina Francois Hollande Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína innan skamms vegna aðgerða lögreglunnar í St-Denis.11:39 Lögregla hefur enn ekki farið inn í íbúðina Lögregla í París hefur enn ekki farið inn í íbúðina í St-Denis. Grunur leikur á að hún sú full af sprengiefnum.11:34 Cazeneuve ræðir um Abu Oud Cazeneuve hefur einnig rætt um Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaur árása föstudagsins. Ráðherrann segir lögreglu hafa borist upplýsingar sem bentu til þess að líklegt væri að Abu Oud væri í umræddri íbúð í St-Denis. 11:30 Búið að bera kennsl á öll 129 fórnarlömbin Le Monde greinir frá því að búið sé að bera kennsl á alla þá 129 sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í París á föstudag. Fjölskyldur fórnarlambanna geta nú sótt líkamsleifar þeirra.11:26Cazeneuve ræðir við fjölmiðlaBernard Cazeneuve innanríkisráðherra segir að tveir hafi látið lífið í aðgerðum lögreglu – kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp og maður sem drapst af völdum handsprengju. Áður höfðu erlendir miðlar greint frá því að maðurinn hafi verið felldur af leyniskyttu lögreglu. Cazeneuve segir sjö hafa verið handtekna – þar af þrír sem voru inni í íbúðinni, leigusalinn, „vinur“ hans og tveir til viðbótar. 11:19: Konan var ættingi Aba Oud Konan sem sprengdi sjálfa sig í loft upp í St-Denis í morgun var ættingi Abdel-Hamid Abu Oud. BFM TV greinir frá þessu. Aba Oud er grunaður um að hafa höfuðpaur árásanna í París á föstudag.11:14 BFMTV: Hefur fylgst með konu síðustu daga Franska stöðin BFMTV hefur eftir heimildarmanni innan lögreglunnar að lögregla hafi byrjað að fylgjast með konu „fyrir nokkrum dögum“ vegna gruns um að hún væri að veita Abdel-Hamid Abu Oud athvarf. Ekki liggur fyrir hvort það sé sama kona og sprengdi sjálfa sig í loft upp í íbúðinni í morgun.11:02 Íbúum ráðlagt að halda sig heima Þrátt fyrir að aðgerðum lögreglu í St-Denis er nú lokið ráðleggur innanríkisráðuneyti Frakklands þeim 15 til 20 þúsund íbúum í nágrenninu að halda sig heima.Paris raid over, seven arrested and at least two killed #SaintDenis pic.twitter.com/FmAenXD0tX— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 10:59 Lögregla reynir að komast inn í kirkjuLögregla reynir nú að komast inn í kirkju í St-Denis. Aðgerðin hófst fyrir um hálftíma.Police at church door trying to force open door #SaintDenis #paris pic.twitter.com/qE8mFbyLzq— katya adler (@BBCkatyaadler) November 18, 2015 10:46 Franskir fjölmiðlar: Aðgerðum lögreglu lokið Franskir fjölmiðlar greina nú frá því að aðgerðum lögreglu í St-Denis sé lokið og að liðsmenn öryggissveita hafi haldið inn í húsið sem stendur við Rue du Corbillon. Guardian greinir frá þessu. Engar upplýsingar hafa fengist um þann sem talinn var einn eftir í í búðinni.#BREAKING Paris raid over, area still being secured: police source— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 10:42 Franskir múslímar fordæma árásir Talsmaður helstu regnhlífasamtaka franskra múslíma segir að samtökin muni beina þeim orðum til allra þeirra 2.500 moska sem eru í landinu að fordæma „allar gerðir ofbeldis og hryðjuverka“ í föstudagsbænum sínum.10:37 Framkvæma leitir og biðla til almennings Gendarmerie Nationale, sérstakt varðlið franska hersins, framkvæmir nú leitir á fjölda staða í Frakklandi. Hún biðlar til fransks almennings að upplýsa ekki um hvar liðsmenn varðliðsins eru nú að stöðrfum.#EtatdUrgence Des contrôles ont lieu partout en France. Ne signalez pas la position des forces de l'ordre #Attentats pic.twitter.com/YstLLtMkLD— GendarmerieNationale (@Gendarmerie) November 18, 2015 10:30 Lífsýni tekin úr þeim handteknu Franska stöðin France 2 greinir frá því að lífsýni hafi verið tekin úr þeim sem hafa verið handtekin í St-Denis í morgun. Aðgerð lögreglu er rakin til upplýsinga sem bárust um að til stæði að gera hryðjuverkaárás á fjármálahverfi Parísar – La Defence.10:21 Sjö handteknir Lögregla í Frakklandi hefur staðfest að sjö hafi verið handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í St-Denis. AP greinir frá.10:08 Leyniskytta drap annan hinna grunuðu Le Monde og Liberation hafa nú fengið staðfest að tveir hafi látið lífið í áhlaupi lögreglu á íbúðina í St-Denis. Saksóknari hafði einungis staðfest að einn hafi látið lífið – kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp. Sky News greinir frá því að hinn grunaði hafi verið drepinn af leyniskyttu lögreglu.9:59 Særður lögreglumaður færður á brott Le Figaro segir greinir frá því að maðurinn sem sjónarvottar sáu fluttan út úr bygginginnuhafi verið særður liðsmaður öryggissveita.9:55 Vöruðu við Abdeslam Innanríkisráðuneyti Austurríkis tilkynnti belgískum yfirvöldum frá því í september að Salah Abdeslam væri í landinu. Abdeslam var þá á sérstökum lista lögreglu, en hann er grunaður um að hafa keyrt árásarmennina á föstudaginn.9:49 Maður fluttur úr húsinuSkothljóð hafa heyrst úr íbúðinni í St-Denis rétt í þessu. Fréttaritari Channel 4 greinir frá því á Twitter að maður hafi verið færður úr húsinu á Rue du Corbillon af vopnuðum lögreglumönnum.1 man just escorted from building In St Denis held and surrounded by armed police.— Jonathan Rugman (@jrug) November 18, 2015 9:47 Hugðu á aðra árás í fjármálahverfi Parísar France24 hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglu að fólkið, sem aðgerðin í St-Denis, beinist að, hafi haft í hyggju að fremja hryðjuverk í La Defence, fjármálahverfi borgarinnar.9:45 Aukinn viðbúnaður víðs vegar um París Le Parisien greinir frá því að vopnaðir lögreglumenn séu að störfum og stöðvi bíla á hringvegi Parísarborgar, Boulevard Périphérique.9:39 Hafnar því að einhver hafi komist undan Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, hafnar því að nokkur hafi komist undan í aðgerðum lögreglu í St-Denis. Franskir miðlar höfðu áður greint frá því að einn hinna grunuðu hafi náð að flýja úr íbúðinni.9:31 Aðgerðir standa enn yfir og fimm lögreglumenn særðir Lögregla í Frakklandi segir að aðgerðin í St-Denis standi enn yfir og að fimm lögreglumenn hafi særst í aðgerðunum.[INFO] #SaintDenis Opération #RAID en cours À cette heure, 5 policiers du #RAID sont légèrement blessés.— Police Nationale (@PNationale) November 18, 2015 9:27 Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 á leið á vettvang Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður eru nú á leið á vettvang í St-Denis. Ítarlega verður fjallað um umsátursástandið og fleira tengt hryðjuverkaárásunum í París í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.Erum á leiðinni til St. Denis þar sem lögregluaðgerðin stendur yfir. Hófst 4:25 í nótt. Tveir látnir. Ein kona sem sprengdi sig í loft upp.— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) November 18, 2015 9:22 Um fimmtán manns voru í húsinu Le Figaro greinir frá því að um fimmtán manns hafi verið í húsinu þegar aðgerðin hófst. Íbúar hafa nú allir verið fluttir á brott.9:18 Abaaoud ekki á meðal hinna handteknu Lögregla hefur staðfest að aðgerðir morgunsins hafi beinst gegn Abdelhamid Abaaoud sem talinn er höfuðpaur hryðjaverkaárásanna í París. Le Monde segir að Abaaoud hafi ekki verið á meðal hinna handteknu. Ekki er ljóst hvort Abaaoud sé nú í íbúðinni eða hafi verið í henni.8:57 Íbúðin fyrir ofan grunnskóla Franskir miðlar segja íbúðina í St-Denis vera í lítilli hliðargötu, Rue du Corbillon, í húsi númer 8. Á neðstu hæðum hússins er grunnskóli. Öllu skólahaldi í hverfinu St-Denis hefur verið aflýst í dag.At one of the police cordons in #StDenis Denis. Its been 90 minutes since locals teams heard gunfire here. #Paris pic.twitter.com/oRBwzXcm3l— Gavin Lee (@GavinLeeBBC) November 18, 2015 8:51 Ráðamenn funda François Hollande Frakklandsforseti, Manuel Valls forsætisráðherra, Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra, Jean-Yves Le Drian varnarmálaráðherra, Laurent Fabius utanríkisráðherra og Christiane Taubira dómsmálaráðherra sitja nú á fundi þar sem þeir ræða um aðgerðina í St-Denis. Ce matin avec Manuel Valls, Christiane Taubira, Jean-Yves Le Drian et Bernard Cazeneuve, pour suivre les opérations à Saint-Denis A photo posted by François Hollande (@fhollande) on Nov 18, 2015 at 1:44am PST 8:48 Le Figaro: Rangt að vegfarandi hafi látið lífið Franska blaðið Le Figaro hefur eftir heimildarmanni innan lögreglu að enginn óbreyttur borgari hafi látið lífið í umsátursástandinu. Áður höfðu fjöldi miðla greint frá því að vegfarandi hafi orðið fyrir skoti og látið lífið.08:41 Le Monde: Nýjar sprengingar Franska blaðið Le Monde greinir frá því að fleiri sprengingar hafi heyrst á svæðinu í kringum íbúðina fyrir skemmstu.8:39 AP: Einn maður enn í íbúðinni AP greinir frá því að einn maður sé enn í íbúðinni sem aðgerðin beinist gegn. Ekki er vitað hvern um ræðir.8:27 Saksóknari segir að tveir séu látnir Franskur saksóknari segir að tveir hafi látið lífið í umsátrinu, þeirra á meðal kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp.8:25 Lögregla heldur inn í ráðhús St-Denis Vopnaðir lögreglumenn hafa haldið inn í ráðhús St-Denis. BBC greinir frá þessu.8:24 „Eigandi“ íbúðarinnar handtekinn AFP greinir frá því að mögulegur eigandi íbúðarinnar í St-Denis, þar sem hinir grunuðu dvöldu, hafi verið handtekinn. Fréttamaður AFP var að ræða við manninn þegar lögregla mætti og færði hann á brott í járnum. Maðurinn, sem er ekki nafngreindur, segir að hann hafi boðið tveimur afnot af íbúðinni, sem stendur við 8 rue du Corbillon, eftir að vinur sinn hafi beðið hann um það. Fólkið hafi komið frá Belgíu þurft húsaskjól.Troop carriers moving from the cordon at scene of police raids in Saint-Denis, Paris pic.twitter.com/3bvQRsTIMA— Tom Bateman (@tombateman) November 18, 2015 8:15 Tilkynning frá saksóknaraFranskur saksóknari hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir að lögregluaðgerðin í St-Denis hafi hafist klukkan 4:20 að staðartíma og stendur enn. Við upphaf aðgerðarinnar sprengdi kona sem var í íbúðinni sjálfa sig í loft upp og lést. Þrír menn sem voru í íbúðinni hafa verið handteknir. Ekki liggur fyrir hverjir þeir eru. Maður og kona, sem voru á ferðinni nærri íbúðinni, hafa verið handtekin og færð til yfirheyrslu.8:04: Engin skothljóð síðasta klukkutímann Fréttamaður Guardian sem er á vettvangi segir að engin skothljóð hafi heyrst í kringum íbúðina síðasta klukkutímann.8:02: Fimm handteknir Saksóknari segir að fimm manns hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun. CNN greinir frá þessu.7:58 Beindust að Abaaoud Aðgerðir lögreglu beindust að Abdelhamid Abaaoud, 27 ára Belga, sem talið er að hafi verið höfuðpaur árásanna í París.7:47 Myndband af vettvangi í nótt Búið er að birta myndband þar sem heyra þar sem lögregla og árásarmenn skiptust á skotum.7:42: Ekkert lát á skothríðinni í um hálftíma BBC ræðir við Benson Hoi, sem býr nærri íbúðinni í St-Denis. Hann segir að ekkert lát hafi verið á skothríðinni í um hálftíma, en hún hófst klukkan 4:30 að staðartíma, eða 3:30 að íslenskum tíma.7:38: Skotinn af leyniskyttuEinn hinna grunuðu var drepinn af leyniskyttu lögreglu. BFM greinir frá þessu. 7:37: Einn hinna grunuðu á lífi í íbúðinniFranska stöðin BFM segir að einn hinna grunuðu sé enn á lífi inni í íbúðinni.#UPDATE Jihadists killed - arrests made after anti-terror raid leads to shootout in Paris https://t.co/3i9eqF1EjO pic.twitter.com/AHimgAlGrn— Agence France-Presse (@AFP) November 18, 2015 7:36 Aðgerðum að ljúka CNN hefur eftir dómsmálaráðherra Frakklands að nú styttist í að umsátrinu ljúki.7:33 Tveir kílómetrar frá Stade de France Íbúðin sem um ræðir er í hverfinu St-Denis, skammt frá samnefndri dómkirkju. Þjóðarleikvangur Frakka, Stade de France, er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá íbúðinni.7:32 Þrír handteknir Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að þrír hafi verið handteknir.7:30 Tveir grunaðir látnir Frönsk lögregla segir að tveir grunaðir séu látnir, ein kona þeirra á meðal. AP greinir frá þessu. Fréttir hafa einnig borist af því að vegfarandi hafi látist, en það hefur ekki fengist staðfest.7:00: Kona sögð hafa sprengt sjálfa sig í loft uppTalið hafði verið að Abaaoud væri í Sýrlandi en hann er sagður hafa skipulagt árásirnar. Abdeslam var hinsvegar á flótta eftir að hafa tekið þátt í árásunum og var talið að hann væri kominn til Belgíu. Ef nýjustu fregnir reynast réttar virðast þeir þó ávallt hafa verið í París. Nýjustu fregnir herma að kona hafi sprengt sig í loft upp nú á sjöunda tímanum og að einn hinna grunuðu hafi verið felldur af lögreglu. Þetta er þó óstaðfest eins og er. Svæðið er afar þéttbýlt en íbúðin sem um ræðir er skammt frá Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, þar sem árásarmenn létu meðal annars til skarar skríða á föstudag.
Hryðjuverk í París Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira