Eyjólfur Héðinsson í Stjörnuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2015 12:08 Eyjólfur spilar með Stjörnunni næsta sumar. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að semja við Stjörnuna og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni, en þessi þrítugi miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Eyjólfur er nýkominn til baka eftir langvarandi meiðsli, en hann spilaði á dögunum sinn fyrsta leik í rúmt eitt hálft ár fyrir Midtjylland. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í úrvalsdeildinni og fór til GAIS í Svíþjóð 2006. Þaðan gekk hann í raðir SönderjyskE í Danmörku áður en núverandi Danmerkurmeistarar Midtjylland sömdu við Breiðhyltinginn fyrir þremur árum.Í viðtali við Vísi í byrjun mánaðarins sagði Eyjólfur að hann væri að öllum líkindum á heimleið og væri byrjaður að leita sér að liði. „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur er annar leikmaðurinn sem Garðbæingar fá til sín á síðustu dögum, en liðið samdi við Baldur Sigurðson á föstudaginn, fyrrverandi fyrirliða KR. Hann, eins og Eyjólfur, kemur til móts við Stjörnuna um áramótin þegar vetrarfrí skellur á í dönsku úrvalsdeildinni. Stjarnan er búin að missa sterka leikmenn í Gunnari Nielsen, Pablo Punyed og Michael Præst en hefur fengið á móti Eyjólf, Baldur, Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að semja við Stjörnuna og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni, en þessi þrítugi miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Eyjólfur er nýkominn til baka eftir langvarandi meiðsli, en hann spilaði á dögunum sinn fyrsta leik í rúmt eitt hálft ár fyrir Midtjylland. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í úrvalsdeildinni og fór til GAIS í Svíþjóð 2006. Þaðan gekk hann í raðir SönderjyskE í Danmörku áður en núverandi Danmerkurmeistarar Midtjylland sömdu við Breiðhyltinginn fyrir þremur árum.Í viðtali við Vísi í byrjun mánaðarins sagði Eyjólfur að hann væri að öllum líkindum á heimleið og væri byrjaður að leita sér að liði. „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur er annar leikmaðurinn sem Garðbæingar fá til sín á síðustu dögum, en liðið samdi við Baldur Sigurðson á föstudaginn, fyrrverandi fyrirliða KR. Hann, eins og Eyjólfur, kemur til móts við Stjörnuna um áramótin þegar vetrarfrí skellur á í dönsku úrvalsdeildinni. Stjarnan er búin að missa sterka leikmenn í Gunnari Nielsen, Pablo Punyed og Michael Præst en hefur fengið á móti Eyjólf, Baldur, Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00
Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30