Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 17:36 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis. Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis.
Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34