Erlent

Obama mun beita neitunarvaldi á frumvarp sem hamlar komu flóttafólks

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Barack Obama
Barack Obama vísir/afp
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun beita neitunarvaldi sínuef fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkir frumvarp sem gerir það að verkum að auknar öryggiskröfur verða gerðar til sýrlenskra flóttamanna á leið til landsins. Þetta kemur fram hjá á AFP.

Fyrir þinginu liggur frumvarp sem felur í sér stjórnendur að FBI, heimavarnarráðuneytisins og leyniþjónustunnar þurfi að staðfesta að hver og einn flóttamaður sé ekki ógn við öryggi landsins áður en hann fær landvistarleyfi. Bandaríkin hafa samþykkt að taka við 10.000 flóttamönnum frá Sýrlandi og Írak en frumvarpið gæti haft áhrif á þann fjölda verði það að lögum.

„Þarna eru mannslíf í húfi hjá bandamönnum okkar í Miðausturlöndunum. Ef frumvarpið ratar til forsetans þá mun hann synja því staðfestingar,“ segir talsmaður Hvíta hússins. „Þessi löggjöf myndi færa okkur óþörf og hamlandi skilyrði sem myndu gera okkur erfiðara um vik með að hjálpa afar bágstöddu fólki. Stærstur hluti flóttamannanna hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna árasa hryðjuverkamanna.“

Frumvarpið var kynnt til sögunnar í kjölfar árásánna á París en þar létu 129 lífið. Flóttamenn á leið til Bandaríkjanna þurfa nú þegar að fara í gegnum afar strangt ferli til að eiga möguleika á að geta komið inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×