Fótbolti

Strákarnir falla um fimm sæti á næsta lista og Svíar verða konungar norðursins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um fimm sæti á heimslista FIFA þegar hann verður næst birtur 3. desember og verður þá í 36. sæti. Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín er búinn að reikna út 60 efstu sætin á næsta lista eftir úrslit landsleikjanna sem fóru fram á síðustu dögum.

Strákarnir okkar töpuðu tveimur vináttuleikjum; gegn Póllandi og Slóvakíu, en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fimm.

Íslenska liðið var í 31. sæti á síðasta lista en verður í 36. sæti þegar nýr listi verður birtur í byrjun næsta mánaðar og verður ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin.

Zlatan Ibrahimovic og Svíar verða konungar norðursins á nýjum heimslista, en þeir unnu tvo sigra á nágrönnum sínum Dönum í umspili um sæti á EM í Frakklandi og fara upp um tíu sæti.  Svíar verða í 35. sæti, einu sæti fyrir ofan strákana okkar á nýja listanum sem birtur verður 2. desember.

Danir falla um sjö sæti niður í það 42. eftir töpin gegn Svíum en Finnar verða hástökkvarar Norðurlandanna annan listann í röð. Finnar, sem fór uupp um átta sæti á síðasta lista, fara upp um þrettán sæti á næsta lista og verða í 43. sæti, aðeins einu sæti á eftir Dönum.

Norðmenn verða svo í 54. sæti, en þeir falla um átta sæti eftir tvö töp gegn Ungverjalandi í umspilinu um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári.

Belgar verða áfram á toppnum og Argentínumenn í öðru sæti en Spánverjar lyfta sér upp í þriðja sætið á nýja listanum.

Efstu fimm á næsta heimslista:

1. Belgía

2. Argentína +1

3. Spánn +3

4. Þýskaland -2

5. Síle

Staða Norðurlandaþjóðanna á næsta heimslista:

35. Svíþjóð +10

36. Ísland -5

42. Danmörk -7

43. Finnland +13

54. Noregur -8

Hér að neðan má svo sjá stöðu 60 efstu þjóðanna þegar nýr heimslisti verður birtur í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×