Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 15:33 Bræðurnir Patrick McCaskey, varaforseti Bears, og George McCaskey, stjórnarformaður. Þeir eru ekki vinsælir þessi dægrin. Michael Reaves/Getty Images Stuðningsmenn Chicago Bears í NFL-deildinni vestanhafs hafa ekki haft miklu að fagna þessi jólin. Eða þetta allt þetta tímabil, raunar. Algjörlega vonlaus leikur liðsins við Seattle Seahawks í nótt tók botninn úr. Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Mikil eftirvænting var fyrir yfirstandandi leiktíð hjá Bears-liðinu. Liðið átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu og valdi leikstjórnandann Caleb Williams og fékk að auki útherjann Rome Odunze í níunda vali. Þeir voru á meðal tveggja eftirsóttustu bitanna á markaðnum. Útherjinn Keenan Allen, sem hafði gert góða hluti með Los Angeles Chargers, kom einnig til liðsins og átti að sjá fyrir því að nýliðinn Caleb Williams hefði úr nægum vopnum að velja sóknarlega. Spennan í upphafi tímabils snerist fljótt í gremju. Þjálfarinn Matt Eberflus var rekinn í lok nóvember þegar Chicago hafði aðeins unnið fjóra leiki af tólf. Brottrekstur Eberflus var sögulegur. Í 104 ára sögu Bears er hann fyrsti þjálfarinn sem er rekinn á miðju tímabili. Ekki hefur gengið betur eftir að framkvæmdastjórinn Ryan Poles réði Thomas Brown til bráðabirgða út leiktíðina. Birnirnir hafa tapað öllum fjórum leikjunum undir hans stjórn. Fjórða tapið var agalegur fótboltaleikur sem fram fór á Soldier Field í Chicago í nótt. Seattle Seahawks unnu þar 6-3 sigur í vonlausum leik. Tvö vallarmörk gegn einu réðu úrslitum í leik þar sem liðin þurftu tólf sinnum að sparka boltanum frá sér. “Sell the team” chants at Soldier Field pic.twitter.com/44NlAWSGDk— Jacob Infante (@jacobinfante24) December 27, 2024 Gremjan sýndi sig hjá stuðningsmönnum Bears sem hafa kallað eftir brottrekstri Poles, en virðast nú einnig hafa glatað trausti sínu til eigendanna. „Seldu félagið“ heyrðist kallað af stuðningsmönnum Bears á Soldier Field í gær. Virginia Halas McCaskey keypti Chicago Bears árið 1983, en sú er orðin 101 árs gömul. Börn hennar reka liðið í dag en virðist sem Bears-stuðningsmenn vilji McCaskey-fjölskylduna nú á brott. Bears sækja erkifjendur sína í Green Bay Packers heim í lokaleik tímabilsins á nýju ári. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir stórtap liðsins þar gegn Packers-liði sem flýgur í úrslitakeppnina. Í efri spilaranum má sjá allt það helsta úr leik Bears og Seahawks í nótt. Þar er ekki mikið að sjá. Í þeim neðri má sjá er stór hluti stuðningsmanna á Soldier Field krefjast sölu á félaginu. Farið verður yfir alla leiki síðustu umferðar í NFL-deildinni til Lokasókninni sem er á dagskrá klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira