Bíó og sjónvarp

George Lucas ætlar ekki að gera fleiri Star Wars myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikstjórinn George Lucas.
Leikstjórinn George Lucas.
Leikstjórinn George Lucas segist ekki ætla að gera fleiri Star Wars myndir. Hann virðist ósáttur við gagnrýnina sem hann fékk vegna myndanna þriggja um Anakin Skywalker, eða Darth Vader, og segist ekki hafa fengið að prófa sig áfram.

Ljóst er að Lucas veit ekki um hvað söguþráður Force Awakens gengur út á, frekar en við hin, en hann segist vera mjög forvitinn um hvað verði um barnabörn Anakin. Hann var fenginn í viðtal við Vanity Fair nýverið.

Lucas segist hafa áhyggjur af því að mátturinn, e. The Force, verði ekki að garbidlygook.

Einnig er hann spurður út í það hvaða karakter úr Star Wars heiminum hann væri mest til að fá að vera. Jar Jar Binks er svarið en sá karakter er fyrirlitinn af aðdáendum Star Wars og er sagður vera táknmynd þess sem var að í áðurnefndum þremur myndum.

J.J. Abrams var einnig fenginn til að svara nokkrum spurningum frá þekktum aðilum. Þar á meðal er Jared Leto sem virðist sár yfir því að hafa ekki verið ráðinn til að leika hinn loðna Chewbacca.

Abrams tekst þó að fara fram hjá öllum spurningum sem snúa að nýjstu mynd hans The Force Awakens.


Tengdar fréttir

Lést nokkrum dögum eftir að hafa séð Star Wars

Eiginkona Daniel Fleetwood náði til J.J. Abrams í gegnum samfélagsmiðla og fékk hann til að sýna Daniel ókláraða útgáfu af Force Awakens, áður en Daniel lést úr krabbameini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×