Formúla 1

Schumacher heldur áfram að berjast

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Schumacher.
Michael Schumacher. vísir/getty
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum.

Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér.

Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans.

„Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC.

Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher.

„Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×