Fótbolti

Stuðningsmenn mega baula á Meistaradeildarlagið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri Man. City, stendur með stuðningsmönnum félagsins og segir að þeir hafi fullan rétt á því að baula á Meistaradeildarlagið.

Eins og kunnugt er tilkynnti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, UEFA um að stuðningsmenn hefðu baulað á Meistaradeildarlagið og City var svo kært eftir þessa skýrslu frá eftirlitsmanni leiksins.

„Ég tel að allir hafi rétt á því að baula og mótmæla því sem þeir vilja. Ef stuðningsmenn baula þá telja þeir að UEFA sé ekki að gera eitthvað rétt," sagði Pellegrini á fundi fyrir leiks síns liðs gegn Sevilla í kvöld.

Fyrirliði liðsins, Vncent Kompany, tók í sama streng.

„Það er ekkert heilagt við Meistaradeildarlagið."


Tengdar fréttir

Þessi kæra hjá UEFA er brandari

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var ekki hrifinn af því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skildi hafa kvartað yfir hegðun stuðningsmanna City í Meistaradeildinni á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×