Fótbolti

Keylor Navas setti nýtt Meistaradeildarmet í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keylor Navas og Raphael Varane fagna saman sigri og hreinu marki eftir leikinn.
Keylor Navas og Raphael Varane fagna saman sigri og hreinu marki eftir leikinn. Vísir/Getty
Keylor Navas, markvörður Real Madrid, hélt hreinu í kvöld þegar lið hans Real Madrid vann 1-0 sigur á franska liðinu Paris Saint-Germain og tryggði sér um leið sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Keylor Navas setti með því nýtt með en enginn markvörður hefur spilað svona margar mínútur án þess að fá á sig sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni.

Navas bætti met Miguel Angel Moya sem hélt markinu hreinu í fyrstu 529 mínúturnar sem hann spilaði með Atletico Madrid í Meistaradeildinni.

Navas hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni á þessu tímabili en markatala Real Madrid í riðlinum er 7-0.

Navas fékk heldur ekki á sig mark í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði með Real Madrid í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en hann hélt þá hreinu á móti Basel og Ludogorets.

Keylor Navas hefur þar með haldið marki Real Madrid hreinu í 530 mínútur í Meistaradeildinni.

Keylor Navas varð einni í kvöld fyrsti markvörðurinn í sögu Real Madrid sem heldur hreinu í níu heimaleikjum í röð. Hann hefur ekki fengið á sig mark í 854 mínútur á Santiago Bernebau.



Flestar mínútur spilaðar án þess að fá á sig sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni:

530 Keylor Navas, Real Madrid

529 Miguel Ángel Moyà, Atletico Madrid

362 Petr Cech, Sparta Prag

351 Danijel Subasic, AS Mónakó



Leikir Keylor Navas til þessa í Meistaradeildinni:

2014-15

26. nóember 2014 - hélt hreinu í 1-0 sigri á Basel

9. desember 2014 - hélt hreinu í 4-0 sigri á Ludogorets

2015-16

15. september 2015 - hélt hreinu í 4-0 sigri á Shakhtar Donetsk

30. september 2015 - hélt hreinu í 2-0 sigri á Malmö

21. október 2015 - hélt hreinu í 0-0 jafntefli við Paris Saint-Germain

2. nóvember 2015 - hélt hreinu í 1-0 sigri á Paris Saint-Germain




Fleiri fréttir

Sjá meira


×