Bjarni: Höfum ekkert við menn að gera sem vilja ekki vera í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:34 Bjarni Jóhannsson með Pablo Punyed á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega kampakátur í dag þegar Pablo Punyed, miðjumaðurinn öflugi, skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjaliðið. Punyed, sem var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í fyrra, hefur spilað hér á landi síðan 2012.„Þetta er stórt nafn í íslenskum fótbolta og einn af betri miðjumönnunum,“ segir Bjarni.Sjá einnig:Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er „Við erum að endurnýja liðið okkar. Það verða töluverðar breytingar á því. Þetta er flott byrjun á því,“ segir hann, en Bjarni ætlar að fá fleiri leikmenn til liðsins á næstu vikum. „Við viljum helst að ná í betri leikmenn en voru hjá liðinu í fyrra. Það verður svolítil uppstokkun á okkar hópi núna. Þetta er frábær byrjun á því og vonandi verða þeir leikmenn sem við náum í á næstunni í stíl við þessi kaup.“Myrkraverk ÍBV missti á dögunum tvo byrjunarliðsmenn; Víði Þorvarðarson og Spánverjann José „Sito“ Enrique sem báðir fóru í Fylki. Bjarni vildi halda þeim báðum. „Að sjálfsögðu vildi ég halda öllum leikmannahópnum en ef menn vilja ekki vera í Vestmannaeyjum höfum við ekkert að gera við þá. Það er afskaplega einfalt,“ sagði Bjarni. „Það er ekki hægt að líkja brotthvarfi Víðis og Sito saman. Víðir taldi sig þurfa á nýrri áskorun að halda. Hann var samningslaus og réði ferðinni sjálfur. Ég vildi halda honum og Sito en það voru einhver myrkraverk í því dæmi.“Hemma boðið á Þjóðhátíð Sem fyrr segir fóru þeir báðir í Fylki þar sem Eyjamaðurinn sjálfur, Hermann Hreiðarsson, er maðurinn í brúnni. Er hann velkominn á Þjóðhátíð eftir þessar ránsferðir til Eyja? „Já, örugglega. Það er alltaf líf í kringum Hemma. Hann verður alltaf Vestmannaeyingur en þessi bransi er bara harður. Baráttan á leikmannamarkaðnum er ekkert minni en baráttan inni á vellinum,“ segir Bjarni, en hvað vill hann gera með Eyjaliðið á næstu leiktíð? „Ég vil komast úr þessari fallbaráttu til að byrja með. Við gefum engar stærri yfirlýsingar í bili. Við reynnum að manna okkur almennilega upp núna, æfa vel í vetur og mæta með ferskan leikstíl næsta vor,“ segir Bjarni Jóhannsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira