Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 14:54 Hjúkrunarfræðingurinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loftbelg í sambandi við talventil sem var komið fyrir í sjúklinginn sem var að jafna sig eftir hjartaaðgerð. Hafði það í för með sér að maðurinn náði ekki andanum og kafnaði. Fyrir dóminn eftir hádegi voru kallaðir til tveir hjúkrunarfræðingar sem höfðu eftirlit með sjúklingnum áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum og samhliða honum. Slökkt á viðvörunarbjöllu Hjúkrunarfræðingurinn sem var að vakta sjúklinginn áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum sagði að slökkt hefði verið á viðvörunarbjöllu í vaktara sem fylgist með lífsmarki sjúklingsins, mónítor. Hjúkrunarfræðingurinn kunni ekki útskýringar á því hvers vegna það hefði verið gert og tók fram að það þyrfti að hafa virkilega fyrir því að taka þessa viðvörunarbjöllu af. Næsti hjúkrunarfræðingur sem var kallaður til sem vitni sagðist hafa haft umsjón með sjúklingum ásamt ákærða hjúkrunarfræðingnum á kvöldvakt. Umrætt kvöld var 3. október árið 2012 og var gjörgæsludeildin undirmönnuð, mikið að gera og þurftu hjúkrunarfræðingarnir að aðstoða hvorn annan með eftirlit með sjúklingum. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að ákærði hjúkrunarfræðingurinn hefði verið sendur út og suður um sjúkrahúsið til að sinna hinum og þessum verkefnum og var hjúkrunarfræðingurinn því fenginn til að vakta sjúklinginn á meðan svo var. Her af fólki birtist á sjúkrastofunni Þetta kvöld lést sjúklingurinn en hjúkrunarfræðingurinn sem var kallaður til vitnis segist hafa kallað til ákærða hjúkrunarfræðinginn þegar það var ljóst að sjúklingurinn var kominn í hjartastopp. Hjúkrunarfræðingurinn segir her af fólki hafa birst í sjúkrastofunni og allir gert sitt. Skipst var á að hnoða sjúklinginn og var hann settur í öndunarvél ásamt því að honum voru gefin verkjalyf. Hjúkrunarfræðingurinn sagði mónítorinn sem vaktaði lífsmark sjúklingsins hafa verið á hljóðlausri stillingu og ekki sé búið að útskýra hvers vegna. Hefði hann virkað sem skyldi og gefið frá sér hljóð hefði þetta aldrei komið fyrir. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að mónítorinn hefði verið sendur út í lönd til rannsóknar og hefði ekkert komið úr þeirri skoðun. Því er ekki vitað hvort mónítorinn var bilaður eða hvort einhver hefði sett hann á hljóðlausa stillingu. Mónítorarnir líflína hjúkrunarfræðinga „Ef þessi mónítor hefði ekki verið á silence þá hefði þetta aldrei komið fyrir,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn og tók skýrt fram að þegar unnið sé á gjörgæsludeild séu þessir mónítorar líflínur hjúkrunarfræðinga og þeir verði að geta treyst á þá. Þegar hjúkrunarfræðingurinn var spurður hvort hann hefði sagt einhverjum frá því að hann hefði tekið eftir því að loft hefði verið í belgnum sem tengdist talventlinum sagðist hann muna eftir því að margir hefðu spurt sig hver hefði sett loftið í belginn. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði velt fyrir sér hvort það hefði verið einhver af endurlífgunarteyminu og sagðist hreinlega ekki vita það því það hefði verið svo mikið af fólki á stofunni þegar endurlífgunin fór fram. Því væri ómögulegt að vita hver hefði getað átt við belginn. Þrír komið að endurlífgunartilraunum Sækjandinn sagði að þetta væri ekki í samræmi við framburð í lögregluskýrslu og bað hann hjúkrunarfræðinginn um að skýra mál sitt betur. Verjandi ákærða hjúkrunarfræðingsins sagði sækjandann vera að áreita vitnið og sagði dómari að vitnið hefði útskýrt mál sitt en gerði vitninu grein fyrir því að þetta gæti reynst vendipunktur í málinu. Þriðja vitnið sem var kallað til eftir hádegi var hluti af því teymi sem beitti sjúklingnum endurlífgunartilraunum. Sagði vitnið aðeins hefðu þrír komið að endurlífgunartilraunum til að byrja með en síðan hefði sjúkrastofan fyllst af fólki og ekki hægt að segja til um hve margir hefðu verið inni í stofunni á meðan endurlífgun stóð. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loftbelg í sambandi við talventil sem var komið fyrir í sjúklinginn sem var að jafna sig eftir hjartaaðgerð. Hafði það í för með sér að maðurinn náði ekki andanum og kafnaði. Fyrir dóminn eftir hádegi voru kallaðir til tveir hjúkrunarfræðingar sem höfðu eftirlit með sjúklingnum áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum og samhliða honum. Slökkt á viðvörunarbjöllu Hjúkrunarfræðingurinn sem var að vakta sjúklinginn áður en ákærði hjúkrunarfræðingurinn tók við honum sagði að slökkt hefði verið á viðvörunarbjöllu í vaktara sem fylgist með lífsmarki sjúklingsins, mónítor. Hjúkrunarfræðingurinn kunni ekki útskýringar á því hvers vegna það hefði verið gert og tók fram að það þyrfti að hafa virkilega fyrir því að taka þessa viðvörunarbjöllu af. Næsti hjúkrunarfræðingur sem var kallaður til sem vitni sagðist hafa haft umsjón með sjúklingum ásamt ákærða hjúkrunarfræðingnum á kvöldvakt. Umrætt kvöld var 3. október árið 2012 og var gjörgæsludeildin undirmönnuð, mikið að gera og þurftu hjúkrunarfræðingarnir að aðstoða hvorn annan með eftirlit með sjúklingum. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að ákærði hjúkrunarfræðingurinn hefði verið sendur út og suður um sjúkrahúsið til að sinna hinum og þessum verkefnum og var hjúkrunarfræðingurinn því fenginn til að vakta sjúklinginn á meðan svo var. Her af fólki birtist á sjúkrastofunni Þetta kvöld lést sjúklingurinn en hjúkrunarfræðingurinn sem var kallaður til vitnis segist hafa kallað til ákærða hjúkrunarfræðinginn þegar það var ljóst að sjúklingurinn var kominn í hjartastopp. Hjúkrunarfræðingurinn segir her af fólki hafa birst í sjúkrastofunni og allir gert sitt. Skipst var á að hnoða sjúklinginn og var hann settur í öndunarvél ásamt því að honum voru gefin verkjalyf. Hjúkrunarfræðingurinn sagði mónítorinn sem vaktaði lífsmark sjúklingsins hafa verið á hljóðlausri stillingu og ekki sé búið að útskýra hvers vegna. Hefði hann virkað sem skyldi og gefið frá sér hljóð hefði þetta aldrei komið fyrir. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að mónítorinn hefði verið sendur út í lönd til rannsóknar og hefði ekkert komið úr þeirri skoðun. Því er ekki vitað hvort mónítorinn var bilaður eða hvort einhver hefði sett hann á hljóðlausa stillingu. Mónítorarnir líflína hjúkrunarfræðinga „Ef þessi mónítor hefði ekki verið á silence þá hefði þetta aldrei komið fyrir,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn og tók skýrt fram að þegar unnið sé á gjörgæsludeild séu þessir mónítorar líflínur hjúkrunarfræðinga og þeir verði að geta treyst á þá. Þegar hjúkrunarfræðingurinn var spurður hvort hann hefði sagt einhverjum frá því að hann hefði tekið eftir því að loft hefði verið í belgnum sem tengdist talventlinum sagðist hann muna eftir því að margir hefðu spurt sig hver hefði sett loftið í belginn. Sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði velt fyrir sér hvort það hefði verið einhver af endurlífgunarteyminu og sagðist hreinlega ekki vita það því það hefði verið svo mikið af fólki á stofunni þegar endurlífgunin fór fram. Því væri ómögulegt að vita hver hefði getað átt við belginn. Þrír komið að endurlífgunartilraunum Sækjandinn sagði að þetta væri ekki í samræmi við framburð í lögregluskýrslu og bað hann hjúkrunarfræðinginn um að skýra mál sitt betur. Verjandi ákærða hjúkrunarfræðingsins sagði sækjandann vera að áreita vitnið og sagði dómari að vitnið hefði útskýrt mál sitt en gerði vitninu grein fyrir því að þetta gæti reynst vendipunktur í málinu. Þriðja vitnið sem var kallað til eftir hádegi var hluti af því teymi sem beitti sjúklingnum endurlífgunartilraunum. Sagði vitnið aðeins hefðu þrír komið að endurlífgunartilraunum til að byrja með en síðan hefði sjúkrastofan fyllst af fólki og ekki hægt að segja til um hve margir hefðu verið inni í stofunni á meðan endurlífgun stóð.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent