Heilbrigðispólitík og framtíðin Teitur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er alveg með ólíkindum hvað við erum gjörn á að rífast hér á Íslandi um öll möguleg málefni og láta í ljós skoðanir okkar á máta sem ekki sæmir neinum í raun og veru. Við getum bölsótast yfir smáatriðum daglangt og jafnvel hlaupið á okkur í dómhörkunni og verið búin að setja það niður á blað eða blogg sem aldrei gleymist á internetinu okkur til ævarandi skammar. Ætli megi ekki kalla okkur að einhverju leyti besserwissera og þá líka að við mögulega tjáum okkur oft án þess að hafa nægjanlega þekkingu á málum heldur meira af tilfinningum og blóðhita, þó kalt sé úti. Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi. Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar. Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum. Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.Fjölbreyttari nálgun Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni. Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg með ólíkindum hvað við erum gjörn á að rífast hér á Íslandi um öll möguleg málefni og láta í ljós skoðanir okkar á máta sem ekki sæmir neinum í raun og veru. Við getum bölsótast yfir smáatriðum daglangt og jafnvel hlaupið á okkur í dómhörkunni og verið búin að setja það niður á blað eða blogg sem aldrei gleymist á internetinu okkur til ævarandi skammar. Ætli megi ekki kalla okkur að einhverju leyti besserwissera og þá líka að við mögulega tjáum okkur oft án þess að hafa nægjanlega þekkingu á málum heldur meira af tilfinningum og blóðhita, þó kalt sé úti. Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi. Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar. Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum. Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.Fjölbreyttari nálgun Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni. Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun