Enski boltinn

Mourinho: Hvort sem það verður eftir fjögur ár, tíu ár eða fimmtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho var brosmildur á hliðarlínunni í dag.
Jose Mourinho var brosmildur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnaði langþráðum sigri í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev í Meistaradeildinni.

„Það er mikill léttir að vinna þennan leik. Leikmennirnir mínir eiga þennan sigur skilinn eftir alla þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig," sagði Jose Mourinho eftir leikinn.

„Margir af leikmönnum liðsins eru að komast í sitt besta form en það sem var ólíkt með þessum leik og hinum á undan var að menn höfðu sjálftraust til að komast í gegnum mótlætið. Liðið sýndi andlegan styrk með því að koma til baka og ná í sigurinn eftir að hafa fengið þetta mark á sig fimmtán mínútum fyrir leikslok," sagði Mourinho.

Willian var hetja Cheslea en hann lagði upp fyrra markið og skoraði síðan sigurmarkið með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu.

„Willian er að spila mjög vel og ekki bara í dag. Hann er búinn að vera spila vel í langan tíma. Það skiluðu allir sínu starfi vel en Willian á hrós skilið, fyrir vinnusemina, fyrir þátttöku hans í fyrsta markinu og fyrir gæðin í seinna markinu," sagði Mourinho.

„Stuðningsmenn Chelsea sjá að ég er fagmaður. Ég hef átt hér margar frábærar stundir og á margar góðar minningar. Ég mun gefa þeim og liðinu allt mitt til míns síðasta dags hér hvort sem hann verður eftir fjögur ár, tíu ár eða fimmtán ár," sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin

Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×