Fyrsti sigur Liverpool í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Jordon Ibe fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/Getty Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira