Gerist á enda heimsins – þar sem kalt er í veðri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 10:00 "Það kann enginn að meta ofbeldi í verunni en það gildir annað í myndasöguheiminum,“ segir Pétur Hrafn. Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“ Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef alltaf skissað og byrjaði á sérstökum karakterum fyrir svona tíu árum, þeir eru uppistaðan í nýju bókinn sem varð til hægt og rólega. Ég vissi ekki hvort hún mundi nokkurn tíma klárast,“ segir Pétur Hrafn Valdimarsson prentari um teiknimyndabók sem hann hefur gert. Í bígerð er að þýða bókina á íslensku enda benda fjöll og firðir á bókarkápunni til þess að hún gerist á Íslandi. Höfundur er þó loðinn í svörum þegar hann er krafinn sagna um söguslóðir.Kápa teiknimyndasögunnar.„Efnið gerist á einum vaktaskiptum í frystihúsi á enda heimsins, gæti verið hvar sem er þar sem dálítið kalt er í veðri. Söguþráðurinn er enginn. Ég passa mig á að hafa hvorki sögu né rauðan þráð. Bara bunka af bröndurum, líkamlegt ofbeldi og grín,“ segir hann. „Kung fusion er eins og Prúðu leikararnir, ekki saga heldur sýning og þó enginn kunni að meta ofbeldi í verunni þá gildir annað um myndasöguheiminn. Ofbeldi þar er svolítið eins og að detta á hausinn, það hlæja allir að því. Hann segir ansi marga karaktera koma við sögu í bókinni en þeir skiptist hratt út, eftir því hver sé laminn og hver uppistandandi.Hér er allt í háalofti!Pétur Hrafn er frá Selfossi en hefur búið í Danmörku frá árinu 1996. Hann vinnur á bókasafni í Gentofte en er lærður prentari og hefur unnið í pósti, hreingerningum og hinu og þessu, að eigin sögn. Kann hann vel við sig í Danaveldi? „Já, ég er bara svo skotinn í Kaupmannahöfn og á þar marga vini, fór út í ævintýri og er enn staddur í því ævintýri.“ Teiknimyndasagan er í ljósrituðu, litlu upplagi og ekkert eintak hefur verið selt. „Ég skrifaði söguna á dönsku og dreifði henni á nokkur forlög í Danmörku en hef engin viðbrögð fengið svo ég veit ekki hvort nokkur hefur lesið hana enn nema nánustu ættingjar og vinir,“ segir Pétur Hrafn. Næst á dagskrá er að finna réttu frasana í íslensku þýðinguna að sögn Péturs Hrafns. En er kominn titill? „Nei, mér datt helst í hug: Heima er best – ískalt. Það er vinnutitill ennþá.“
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira