Fótbolti

Ungir fá tækifæri í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir
Ungir leikmenn eru fyrirferðamiklir í landsliðshópi Íslands fyrir æfingaleikina gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum.

Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gáfu í morgun mörgum leikmönnum sem hafa að mestu leyti staðið fyrir utan hópinn í nýliðinni undankeppni tækifæri til að sýna sig í leikjunum tveimur.

Meðal þeirra sem koma inn nú eru Ingvar Jónsson, Ögmundur Schram, Haukur Heiðar Hauksson, Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Elías Már Ómarsson, Arnór Ingvi Traustason og Oliver Sigurjónsson.

Frederick, Hjörtur, Arnór Ingvi og Oliver eru allir nýliðar í landsliðinu.

Ísland tryggði sér fyrr í haust sæti í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni en gert er ráð fyrir að Ísland leiki átta æfingaleiki fram að keppninni í Frakklandi, sem hefst í júní.

Hannes Þór Halldórsson, Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson eru frá vegna meiðsla. Jóhann gæti þó náð seinni leiknum.

Hópurinn:

Markverðir:

Ögmundur Kristinsson

Ingvar Jónsson

Frederik Schram.

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Ari Freyr Skúlason

Haukur Heiðar Hauksson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Hörður Björgvin Magnússon

Sverrir Ingi Ingason

Hjörtur Hermannsson.

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson

Birkir Bjarnason

Gylfi Þór Sigurðsson

Theodór Elmar Bjarnason

Rúnar Már Sigurjónsson

Elías Már Ómarsson

Arnór Ingvi Traustason

Oliver Sigurjónsson

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson

Alfreð Finnbogason

Jón Daði Böðvarsson

Fylgist með beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×