Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 12:34 Róbert Örn skrifar undir i hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira