Smartasta ákvörðunin að hætta að drekka Guðrún Ansnes skrifar 7. nóvember 2015 10:30 Guðrún gefur út sína fyrstu bók og skellir sér beint í jólabókaflóðið. Vísir/Vilhelm Guðrún Sæmundsen ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og stingur sér til sunds í svokölluðu jólabókaflóði með sína fyrstu bók. Skáldsöguna Hann kallar á mig, sem þó er sambland eigin upplifunar og skáldskapar i heimi þar sem einelti, fíkniefni og ofbeldi raðast saman. Guðrún hóf að hamra á lyklaborðið í kjölfar þess að hún missti vinnuna í lok síðasta árs og lét þar með langþráðan draum rætast. „Þetta kom mjög sterkt til mín, og mér fannst ég verða að gera þetta á þessum tímapunkti. Þannig að ég skrifaði á daginn og þjálfaði svo Pole fitness hópa á kvöldin, og þetta gekk allt saman ljómandi vel upp.“ „Ég segi tvær sögur, þeirra Heru og Beggu. Hera er 28 ára og árið er 2010. Hún stendur á tímamótum, verður fyrir áfalli en vill ekki gefast upp. Svo er það saga Beggu sem hefst árið er 1991 þegar hún er 9 ára. Næstu tuttugu árin verður lesandi vitni að því hvernig fíknin nær heljartökum á henni. Sögur þeirra tengjast síðan á áhugaverðan hátt,“ útskýrir Guðrún og heldur áfram : „Það má segja að rauði þráðurinn sé fíknin og hvernig hún togar í fólk sem þarf að kljást við hana. Það sem einkennir söguna mína er að ég persónugeri Bakkus, til að gefa betri mynd af áhrifunum sem hann hefur á fíkilinn. Í gegnum bókina birtist hann sögupersónum í þeirri mynd sem ég hef gert mér af honum.“Einelti einskorðast ekki við æskuna Guðrún talar um einelti og hvernig slíkt helvíti einskorðist ekki við samfélag barna og gerir hún því góð skil í bókinni út frá upplifun þess sem fyrir því verður. „Það er áhugavert að hugsa út í það að einelti viðgengst ekki einungis í skólum, á meðal barna og unglinga. Það er einnig til staðar á vinnustöðum. Sem barn, þegar maður upplifði einelti í kringum sig, þá hafði ég alltaf trú á því að þegar maður fullorðnaðist þá yrði maður tiltölulega öruggur í umhverfinu. Ég hefði ekki getað ímyndað mér það þegar ég fór í háskólanám, að hluti af því sem ég þyrfti að kljást við í minni vinnu gæti verið einelti, hvað þá af hendi yfirmanns,“ útskýrir hún. „Það má eiginlega segja að það sem ég er að draga einnig fram í bókinni er grimmdin í fólki. Að einstaklingar skuli vera tilbúnir til að gera öðrum lífið leitt, notfæra sér sakleysi eða bága stöðu annarra.“Kápan, er sannkallað fjölskylduverkefni en móðir Guðrúnar málaði myndina og frænka hennar sá svo um að sinna grafískahlutanum.Gaf Bakkus upp á bátinn Sjálf gaf Guðrún Bakkus, eða áfengi upp á bátinn fyrir rúmum fjórum árum og segir hún þá ákvörðun sína allra bestu. „Ég get sagt að smartasta ákvörðun sem ég hef tekið var að hætta að smakka áfengi. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, þó svo að sjúkdómurinn alkóhólismi sem slíkur sé merkilegt fyrirbæri. Ég held að mörg okkar geti á einhvern hátt tengt við fíkn og alkóhólisma, hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða aðstandanda,“ bendir hún á og heldur áfram „Hvað aðra þætti í sögunni varðar þá get ég sagt að vissulega eru til einstaklingar og aðstæður sem hafa haft áhrif á mann í gegnum tíðina, hvort sem það er á góðan eða slæman hátt. Að einhverju leyti er bókin samtíningur af því, ásamt skálduðum atburðum og persónum.“ Aðspurð um hvort hún vænti þess að einhver verði henni reiður eða finni sig í sögunni svarar hún til að líkurnar á því séu litlar, og markmið skrifanna ekki að ná sér niður á neinum. „Vinkonur mínar eiga þó eflaust eftir að geta tengt saman samtöl og aðstæður,“ segir Guðrún kímin. Aðspurð hvort það sé yfirþyrmandi tilfinning að demba sér út í djúpu laugina og taka þátt í jólabókaflóðinu með sína fyrstu bók segist Guðrún ekki stressuð. „Það er mikill heiður að fá að keppa við þessi stóru nöfn. Ég tel mig komna með eitthvað annað en hefur sést, sem getur ekki verið annað en gott fyrir flóruna,“ segir Guðrún að lokum. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðrún Sæmundsen ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og stingur sér til sunds í svokölluðu jólabókaflóði með sína fyrstu bók. Skáldsöguna Hann kallar á mig, sem þó er sambland eigin upplifunar og skáldskapar i heimi þar sem einelti, fíkniefni og ofbeldi raðast saman. Guðrún hóf að hamra á lyklaborðið í kjölfar þess að hún missti vinnuna í lok síðasta árs og lét þar með langþráðan draum rætast. „Þetta kom mjög sterkt til mín, og mér fannst ég verða að gera þetta á þessum tímapunkti. Þannig að ég skrifaði á daginn og þjálfaði svo Pole fitness hópa á kvöldin, og þetta gekk allt saman ljómandi vel upp.“ „Ég segi tvær sögur, þeirra Heru og Beggu. Hera er 28 ára og árið er 2010. Hún stendur á tímamótum, verður fyrir áfalli en vill ekki gefast upp. Svo er það saga Beggu sem hefst árið er 1991 þegar hún er 9 ára. Næstu tuttugu árin verður lesandi vitni að því hvernig fíknin nær heljartökum á henni. Sögur þeirra tengjast síðan á áhugaverðan hátt,“ útskýrir Guðrún og heldur áfram : „Það má segja að rauði þráðurinn sé fíknin og hvernig hún togar í fólk sem þarf að kljást við hana. Það sem einkennir söguna mína er að ég persónugeri Bakkus, til að gefa betri mynd af áhrifunum sem hann hefur á fíkilinn. Í gegnum bókina birtist hann sögupersónum í þeirri mynd sem ég hef gert mér af honum.“Einelti einskorðast ekki við æskuna Guðrún talar um einelti og hvernig slíkt helvíti einskorðist ekki við samfélag barna og gerir hún því góð skil í bókinni út frá upplifun þess sem fyrir því verður. „Það er áhugavert að hugsa út í það að einelti viðgengst ekki einungis í skólum, á meðal barna og unglinga. Það er einnig til staðar á vinnustöðum. Sem barn, þegar maður upplifði einelti í kringum sig, þá hafði ég alltaf trú á því að þegar maður fullorðnaðist þá yrði maður tiltölulega öruggur í umhverfinu. Ég hefði ekki getað ímyndað mér það þegar ég fór í háskólanám, að hluti af því sem ég þyrfti að kljást við í minni vinnu gæti verið einelti, hvað þá af hendi yfirmanns,“ útskýrir hún. „Það má eiginlega segja að það sem ég er að draga einnig fram í bókinni er grimmdin í fólki. Að einstaklingar skuli vera tilbúnir til að gera öðrum lífið leitt, notfæra sér sakleysi eða bága stöðu annarra.“Kápan, er sannkallað fjölskylduverkefni en móðir Guðrúnar málaði myndina og frænka hennar sá svo um að sinna grafískahlutanum.Gaf Bakkus upp á bátinn Sjálf gaf Guðrún Bakkus, eða áfengi upp á bátinn fyrir rúmum fjórum árum og segir hún þá ákvörðun sína allra bestu. „Ég get sagt að smartasta ákvörðun sem ég hef tekið var að hætta að smakka áfengi. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, þó svo að sjúkdómurinn alkóhólismi sem slíkur sé merkilegt fyrirbæri. Ég held að mörg okkar geti á einhvern hátt tengt við fíkn og alkóhólisma, hvort sem það er hjá okkur sjálfum eða aðstandanda,“ bendir hún á og heldur áfram „Hvað aðra þætti í sögunni varðar þá get ég sagt að vissulega eru til einstaklingar og aðstæður sem hafa haft áhrif á mann í gegnum tíðina, hvort sem það er á góðan eða slæman hátt. Að einhverju leyti er bókin samtíningur af því, ásamt skálduðum atburðum og persónum.“ Aðspurð um hvort hún vænti þess að einhver verði henni reiður eða finni sig í sögunni svarar hún til að líkurnar á því séu litlar, og markmið skrifanna ekki að ná sér niður á neinum. „Vinkonur mínar eiga þó eflaust eftir að geta tengt saman samtöl og aðstæður,“ segir Guðrún kímin. Aðspurð hvort það sé yfirþyrmandi tilfinning að demba sér út í djúpu laugina og taka þátt í jólabókaflóðinu með sína fyrstu bók segist Guðrún ekki stressuð. „Það er mikill heiður að fá að keppa við þessi stóru nöfn. Ég tel mig komna með eitthvað annað en hefur sést, sem getur ekki verið annað en gott fyrir flóruna,“ segir Guðrún að lokum.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira