Fótbolti

Ronaldo stefnir á að spila í MLS-deildinni

Einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.
Einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma. Vísir/getty
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segist vera áhugasamur um að spila í MLS-deildinni einn daginn en mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá spænska stórveldinu Real Madrid undanfarnar vikur.

Ronaldo sem varð þrítugur í febrúar er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2018 hefur verið orðaður við PSG og Manchester United en eftir að hann keypti sér íbúð í Bandaríkjunum voru fjölmiðlar þar fljótir að bendla hann við lið í MLS-deildinni.

Ronaldo segist ekki ætla að útiloka neitt í framtíðinni en að hann hafi áhuga á því að taka eitt ár í MLS-deildinni.

„Ég hugsa að ég muni leika eitt tímabil í Bandaríkjunum. Ég hef aldrei farið í felur með það að það sé möguleiki að flytja þangað og spila,“ sagði Ronaldo í samtali við FMH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×