#þettahefðigetaðveriðég: Sýna samhug með hjúkrunarfræðingnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2015 22:01 Hjúkrunarfræðingar standa þétt að baki hinnar ákærðu. Vísir/Vilhelm „Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659 Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
„Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59