NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 07:00 Það hitnaði aðeins í kolunum hjá DeAndre Jordan og Dirk Nowitzki. Vísir/EPA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann öruggan 104-88 heimasigur á Dallas Mavericks. Jamal Crawford var með fimmtán stig en augu flestra voru þó á einum manni í liði Los Angeles Clippers. Miðherjinn DeAndre Jordan var í sumar búinn að ákveða það að yfirgefa Los Angeles Clippers og semja við Dallas Mavericks eða að þar til að hann fékk heimsókn frá liðsfélögum sínum í Clippers sem sannfærðu hann um að hætta við. Mark Cuban, eigandi Dallas-liðsins, og stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki, voru allt annað en ánægðir með ákvörðun DeAndre Jordan sem var mikill örlagavaldur fyrir síðustu tímabilin hjá Nowitzki. Nowitzki lét DeAndre Jordan líka aðeins finna fyrir því í nótt. DeAndre Jordan var með 6 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Dirk Nowitzki skoraði 16 stig fyrir Dallas. Marc Gasol var með 20 stig og leikstjórnandinn Mike Conley bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum þegar Memphis Grizzlies vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Indiana Pacers að velli 112-103. Indiana Pacers hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem hefur ekki gerst í sex ár. George Hill skoraði 20 stig fyrir Indiana og þeir Paul George og C.J. Miles voru með 18 stig hvor. Indiana var vel inn í leiknum en Memphis gaf í í lokin og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu 3:49 mínútur leiksins 18-7. Jeff Teague fór fyrir liði Atlanta Hawks í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu en leikstjórnandinn eldsnöggi var með 23 stig í 112-101 sigri á New York Knicks. Al Horford var með 21 stig fyrir Atlanta sem tapaði frekar óvænt fyrir Detroit Pistons í fyrsta leik. Kyle Korver skoraði 15 stig og Paul Millsap var með 11 stig og 11 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir New York Knicks en þurfti til þess 27 skot. Robin Lopez bætti við 18 stigum en New York liðinu tókst ekki að fylgja á eftir sigri á Milwaukee kvöldið áður. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. Blake Griffin skoraði 26 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann öruggan 104-88 heimasigur á Dallas Mavericks. Jamal Crawford var með fimmtán stig en augu flestra voru þó á einum manni í liði Los Angeles Clippers. Miðherjinn DeAndre Jordan var í sumar búinn að ákveða það að yfirgefa Los Angeles Clippers og semja við Dallas Mavericks eða að þar til að hann fékk heimsókn frá liðsfélögum sínum í Clippers sem sannfærðu hann um að hætta við. Mark Cuban, eigandi Dallas-liðsins, og stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki, voru allt annað en ánægðir með ákvörðun DeAndre Jordan sem var mikill örlagavaldur fyrir síðustu tímabilin hjá Nowitzki. Nowitzki lét DeAndre Jordan líka aðeins finna fyrir því í nótt. DeAndre Jordan var með 6 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Dirk Nowitzki skoraði 16 stig fyrir Dallas. Marc Gasol var með 20 stig og leikstjórnandinn Mike Conley bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum þegar Memphis Grizzlies vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Indiana Pacers að velli 112-103. Indiana Pacers hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sem hefur ekki gerst í sex ár. George Hill skoraði 20 stig fyrir Indiana og þeir Paul George og C.J. Miles voru með 18 stig hvor. Indiana var vel inn í leiknum en Memphis gaf í í lokin og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu 3:49 mínútur leiksins 18-7. Jeff Teague fór fyrir liði Atlanta Hawks í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu en leikstjórnandinn eldsnöggi var með 23 stig í 112-101 sigri á New York Knicks. Al Horford var með 21 stig fyrir Atlanta sem tapaði frekar óvænt fyrir Detroit Pistons í fyrsta leik. Kyle Korver skoraði 15 stig og Paul Millsap var með 11 stig og 11 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir New York Knicks en þurfti til þess 27 skot. Robin Lopez bætti við 18 stigum en New York liðinu tókst ekki að fylgja á eftir sigri á Milwaukee kvöldið áður.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira