Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV ingvar haraldsson skrifar 30. október 2015 10:15 Illugi Gunnarsson menntamálráðherra vill hlutverk RÚV sem minnst á auglýsingamarkaði. vísir/vilhelm Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi. Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi.
Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00