Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV ingvar haraldsson skrifar 30. október 2015 10:15 Illugi Gunnarsson menntamálráðherra vill hlutverk RÚV sem minnst á auglýsingamarkaði. vísir/vilhelm Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi. Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi.
Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00