Fótbolti

Taka enga áhættu með Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi liggur meiddur í grasinu í leiknum gegn Las Palmas.
Messi liggur meiddur í grasinu í leiknum gegn Las Palmas. Vísir/Getty
Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að það verði ekki teflt á tvær hættur með að láta Lionel Messi fara of snemma af stað eftir meiðslin sín.

Messi er að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir í 2-1 sigri Barcelona á Las Palmas í lok september. Síðan þá hefur Barcelona unnið tvo deildarleiki en tapað einum.

Enrique segir að það sé enginn sérstök tímaáætlun fyrir Messi. „Það sem mestu máli skiptir er að hann nái fullri heilsu. Það skiptir ekki máli hvenær hann snýr aftur - tímabilið er langt.“

Barcelona og Real Madrid eigast við þann 21. nóvember en heimsbyggðin fylgist náið með þegar þessi tvö lið mætast.

„Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um El Clasico. Það sem skiptir máli er að vinna deildina. El Clasico mun ekki hafa úrslitaáhrif á titilbaráttuna. Það sem skiptir mig máli núna er að skora fleiri mörk, fá færri á okkur og vinna leiki. Það eru raunhæf markmið.“

Real Madrid og Barcelona eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Madrídingar með betra markahlutfall. Barcelona mætir Getafe á morgun.


Tengdar fréttir

Messi úr leik í tvo mánuði

Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, meiddist í dag og varð hann að yfirgefa völlinn eftir nokkurra mínútna leik þegar Barcelona vann Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×